Ríkisstyrkt álversgóss og óforskammaður atvinnuáróður hjá hræddri þjóð

Hróp um Helguvík ! Helguvík ! og á(l)kvæði í loftslagsmálum fyrir óhefta stóriðju og það ekki bara til 2012... Þetta er það tvennt sem þrýst er á þessa dagana á Alþingi í skugga kreppunnar. Er kverkatak á þjóðfélagi í sjokki vænlegt til sigurs í komandi kosningum? Er bókstaflega allt leyfilegt?

Hvað hefur gripið þingmenn og ráðherra? Álversatvinnuáróðurinn er okkur dýrt spaug. Ekki fyndið.

Það er ekki lengur til siðs að menga óheft og er reynt að hafa hemil á menguninni á heimsvísu. Álver þrífast ekki lengur án mengunarkvóta og því er þrýst á um á(l)kvæðið í loftslagsmálum hér af áköfum þingmönnum eða leyfi skjólstæðinga þeirra til að menga 10% meira... eða 1,6 milljónir af gróðurhúsalofttegundinni CO2 að meðaltali á ári...

Hvað er annars í útblæstri frá álveri? Þar er ekki bara gróðurhúsaloftegundin koltvíoxíð (CO2), þar er einnig brennisteinstvíoxíð (SO2), loftkenndur flúor (HF), svifryk (PM10), vokvetniskolefni (B(a)P). Hvað er í frárennsli frá álveri í sjó? Vokvetniskolefni (PAH) enn. Svæðið í kringum álver þar sem mest mengunar gætir er kallað "þynningarsvæði". Byggð þrífst því ekki innan þess. Áætluð álver sem reynt er að þrýsta í gegn eru í nágrenni við byggð.

Væri ekki fremur eðlilegt að Íslendingar gerðu kröfu um heilbrigt umhverfi fyrir sig og sína?

Hagsmunirnir eru erlendra álfyrirtækja sem eru reyndar komin inn að kviku, í sjálf stjórnarskrármálin okkar. Þeir hagsmunaaðilar ríða húsum víða. Álver eru orkufrek og eru orkufyrirtæki og verkfræðistofur þeirra helstu þrýstihópar, sem eru svo aftur skjólstæðingar stjórnmálaflokkanna, sem svo aftur eiga sér þingmenn á ört deyjandi þingi.

Álver krefjast mikillar orku, þ.e. jarðgufuvirkjana eða vatnsaflsvirkjana. Þær fyrrnefndu losa brennisteinsvetni (H2S) í miklu magni út í andrúmsloftið og nýta illa auðlindina (12%). Sú mengun er opinbert leyndarmál og reiknast ekki enn í mengunarkvótann. Vatnsöflun fyrir vatnsveitu jarðgufuvirkjana, frárennsli frá borholum við borun og prófanir geta haft áhrif á vatn. Ofnýting jarðhita getur einfaldlega tæmt geyminn. Vatnsaflsvirkjanir eru margra tegunda en flestar eru þær umhverfiságengar. Baráttan er um vatnið.

Helguvík bíður en þingmenn hrópa upp til hópa : Helguvík ! Helguvík !

Loftslagsmál: hagsmunir þrýstihópa um álver á Íslandi verður það á næstunni

Hlustið á umræður á Alþingi um þessi mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband