Hún er ekki komin til Íslands til að leika sér

Eva Joly gerir hlutina ekki til hálfs. Ef hún tekur að sér verkefni, sem við erum svo heppin að hún gerir hjá okkur, vinnur hún það af heilindum og af krafti. Þær Laurence Vichnievsky rannsóknardómari unnu mikið þrekvirki í Frakklandi við sérlega erfiðar aðstæður og lífshættulegan þrýsting.

Rannsóknardómarar (juge d'instruction) eru ekkert grín í Frakklandi og geta þeir gert húsleitir í hæstu hæðum ef þess er þörf fyrir rannsókn. Það er engin tilviljun að franskur forseti vilji beisla þá á bás...

Laurence Vichnievsky skrifaði í samvinnu við Jacques Follorou, blaðamann á Le Monde, bókina Sans instructions sem kom út árið 2002. Þá eru bæði hún og Eva komnar annað. Bókin er skemmtilega uppbyggð því rannsóknardómarinn og blaðamaðurinn skrifa sig saman til að ná heilstæðri mynd af þessum örlagaríka áratug, skáletrað er innlegg blaðamannsins, oft heilir kaflar eða inngangur eða niðurlag kafla dómarans. Frábær bók.

Eva Joly talaði sjálf um launin á blaðamannafundi. Menn vilja komast til botns í meintum fjármálabrotum sem brenna á okkur öllum en spara á rannsakendum og ráðgjöfum? Halló! Biðlaun fyrrverandi ráðherra OG aðstoðarmanna gætu numið 37 milljónum króna... og fyrir hvað? Það skyldi þó aldrei vera að Eva Joly sé hverrar krónu virði?


mbl.is Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband