Tímasetningin

Í fréttatilkynningu FME sem hér er birt er setningin "Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að fylgjast með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur og að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti." Málið er að það eru nokkrar efasemdir um að FME hafi fyllilega sinnt því hlutverki í gegnum árin...

Nokkru áður en nýr forstjóri FME er skipaður fer eftirlitið í aðgerðir... gegn blaðamönnum sem birtu greinar ýmist 23. nóvember 2008, 7. eða 14. mars 2009. Þetta vekur eðlilega athygli og nokkra hneykslan. Leitað er til ráðherra um skýringar : Viðskiptaráðherra vill skera blaðamenn úr snörunni.

Sama dag berast fréttir frá rannsóknarnefnd Alþingis, sjá ruv.is og á visir.is. Samkvæmt vef nefndarinnar er þó tekið fram (til hvers?) að aðeins tveir fjölmiðlar hafi mætt á blaðamannafund hjá þeim, Morgunblaðið og Stöð 2. Aðrir fjölmiðlar hljóta þá að hafa látið sér minnisblaðið á vefnum duga en var það ekki sett þar fyrir fjölmiðla sem alla aðra?

Fréttir hjá ríkisstjórninni.

Fréttir hjá FME.

Fréttir hjá sérstökum saksóknara.

En hvað er að frétta af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ?


mbl.is FME telur umræðu ómálefnalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband