1.3.2009 | 16:03
Sameiginlegt mat vegna Helguvíkur
Sameiginlegt mat vegna Helguvíkur: álver, háspennulínur, virkjanir. Skammsýni pólitíkusa skal ekki endalaust leiða okkur í ógöngur... Íslendingar þurfa að vita að hverju þeir eru að ganga.
Álverin spretta eins og gorkúlur um land allt, ný eða sífellt stærri, og helst í næsta nágrenni við byggð. Tveimur nýjum álverum er þröngvað í gegn sem undarleg tímaskekkja og ógnun við mannlíf og umhverfi.
Ætla mætti að ekki verði gengið fram hjá skuldbindingum Íslands á sviði umhverfisverndar, minni loftmengunar eða einfaldlega rétti einstaklinga til að lifa í heilbrigðu umhverfi.
Álverið í Helguvík sem upphaflega var áætlað 250 þús. tonn á ári hefur stækkað um 90 þús. tonn og er því orðið allt að 340 þúsund tonn... og orkuþörfin því enn meiri...
Það ætti að vera sjálfsagt að meta sameiginleg áhrif allra þátta, þ.e. álver, háspennulínur, virkjanir.
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 6.3.2009 kl. 14:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.