22.1.2009 | 09:49
Nauðvörn fallandi stjórnar
Samkvæmt vefjum ruv.is og visir.is var táragasi beitt 20. janúar en það virðist hafa verið gjörsamlega óábyrg orðanotkun á þeim vefjum ruv.is og visir.is.
Sérsveitin heldur að hún sé í útlöndum... voru almennir lögreglumenn með hjálma og grímur eða var þetta sérsveitin?
Ef þeir voru þegar með grímur ætluðu þeir að nota táragasið...
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Athugasemdir
Það að lögreglan hafi haft grímurnar á sér þýðir ekki að þeir hafi verið staðráðnir í að beita táragasi. Get ekki betur séð en að þeir hafi haft þær síðan þetta byrjaði á mánudaginn. Betra hafa þær með sér og þurfa ekki að nota þær en að skilja þær eftir og þurfa svo að nota þær.
En það eru fleiri en sérsveitin sem halda að þeir séu í útlöndum...
Sturla (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:28
Ég tel sjálfsagt að nota táragasið á þessa ofbeldisónytjunga(kanski þeir séu flestir frá Háskólanum?)og hefði átt að vera búið að nota það fyrr.Þetta fólk er að eyðileggja fyrir öðrum mótmælendum,og hefði átt að vera búið að taka harðara á því löngu fyrr.Að vaða uppi með ofbeldi líkamsmeiðingum,og skemmdum á eignum landsmanna,á ekki að eiga sér stað hér í okkar landi,og þjónar engum tilgangi.
Hjörtur Herbertsson, 22.1.2009 kl. 13:50
Það er EKKI eðlilegt að nota táragas gegn mótmælendum, ekki fremur en piparúða. Reiðin er mikil fyrir og ekki á það bætandi að espa fólk á þennan hátt með eitruðum úðum og öðrum gufum. Við eigum ekki að þurfa að venjast því.
Sérsveitin gerir almennum lögreglumönnum erfitt fyrir ef eitthvað er. Þeirra er að halda uppi lög og reglu en ekki að taka afstöðu. Það er engin tilviljun að lögreglan á Íslandi er ekki vopnuð. Slíkt myndi kalla á ofbeldi. Piparúðin og nú síðast táragas gerir sömuleiðis illt verra. Til viðbótar virðist sem sérsveitin vilji ekki vitnanna við: sjá ályktun frá BÍ af gefnu tilfefni.
Það er alveg rétt að Íslendingar eru fljótir að tileinka sér hlutina enda við ekki ein í heiminum. Að henda skó (gerðist í Írak), að brenna viðhafnarjólatréð fyrir utan þinghúsið (gerðist í Aþenu) o.s.frv. Að klæðast appelsínugulu væri einnig táknrænt (og ættað frá Úkraínu, ef ég man rétt?).
Græna loppan (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.