jæja, góðir Íslendingar næst er að selja úr sér líffærin

Hvaða vitleysa er þetta enn? Stjórnarfrumvarp til laga um greiðslur til líffæragjafa sem félags- og tryggingamálaráðherra flytur.

"Við mat á kostnaði er miðað við meðal heildarlaun á mánuði árið 2007 hjá fullvinnandi launafólki á verðlagi ársins 2008. Aðgerðir eru áætlaðar 25 talsins á ári en í ársbyrjun 2008 voru um 30 einstaklingar á ýmsum stigum undirbúnings fyrir ígræðslu. Í langflestum tilvikum eru líffæragjafar komnir til starfa á ný eftir sex vikur og miðast útreikningar við að 60% líffæragjafa hefji störf að sex vikum liðnum en 40% líffæragjafa verði frá vinnu í þrjá mánuði. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda námsmanna í hópi líffæragjafa." 

"Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir að árleg útgjöld muni aukast samtals um rúmlega 21,5 m.kr. miðað við að flestir sem falla undir skilyrði frumvarpsins nýti rétt sinn til greiðslna. Í útgjaldaramma gildandi fjárlaga fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið eru ekki fyrir hendi fjárheimildir vegna þessara auknu útgjalda." (úff !)

(Úr umsögn neðst í þingskjalinu) 

Ekki er vitnað í erlend lög til viðmiðunar...

Grundvallarreglur eru nokkrar í siðuðum löndum varðandi líffæragjöf lifandi þegna: engin borgun (til að nýta sér ekki neyð fólks), samþykki líffæragjafans og nafnleynd. Bestu gæði læknisþjónustu og blátt bann við auglýsingum.


mbl.is Alþingi kemur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband