Rannsóknaborunum skotið undan í skjóli orðsins "samtímamat"

Í Mogganum laugardaginn 20. des. birtist frétt á bls. 5 með fyrirsögninni "Gegn úrskurði Þórunnar" og er fréttin fremur takmörkuð.

Skipulagsstofnun hefur ekki ÚRSKURÐAÐ í nokkur ár því breytingar á umhverfismatslögunum 106/2000 tóku gildi 1. október 2005 og stofnunin hefur ÁKVARÐAÐ síðan.

Fréttin er sögð unnin upp úr "tilkynningu" frá Skipulagsstofnun og ekki leitast við að upplýsa LESENDUR blaðsins frekar um hvar ákvörðunina er að finna. Það skal upplýst að hún er á vef Skipulagsstofnunar og að kærufrestur er til 14. janúar 2009.

- 4 holur við Kröflu

- 3 holur í Gjástykki

- 4 holur á Þeistareykjum

 Þegar ákvarðanirnar eru lesnar kemur í ljós að umhverfisáhrifum vegna borunar rannsóknahola er skotið undan SAMEIGINLEGU mati á umhverfisumróti vegna álbakka (tímamótaúrskurður umhverfisráðherra frá 31. júlí 2008) að því er virðist í skjóli orðsins "samtímamat". Boranirnar eru álitnar forleikur. Nokkuð umfangsmikill forleikur því hér er um allt að 11 holur að ræða. Rannsóknaholur og boranir gerast ekki ókeypis og spurning hver borgi bröltið. Lánadrottnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband