Ísland og ímyndir á málþingi í Frakklandi

Við þetta mætti bæta að Vigdís Finnbogadóttir setti einnig ásamt rektor háskólans o.fl. málþing í Caen-háskóla 21. nóvember, sem skipulagt var af norrænudeild háskólans í samráði við Les Boréales, norrænu lista- og bókmenntahátíðina sem haldin hefur verið að hausti til í Caen og um héraðið Neðra Normandí síðastliðin 17 ár.

Til hátíðarinnar, sem síðast var helguð Íslandi árið 1996, var upphaflega blásið árið 1992 til að kynna norrænar bókmenntir í Frakklandi, sem áttu þá sérlega erfitt uppdráttar á frönskum slóðum. Þýðingar úr íslensku dafna orðið vel í Frakklandi og býr afkastamikill og hæfileikaríkur þýðandi við Caen, Éric Boury að nafni. Um franskar þýðingar má lesa á hugsandi.is

Fyrstu sjö árin (1992-1998) var bókmenntahátíðin haldin á vegum norrænudeildarinnar við Caen-háskóla undir stjórn Érics Eydoux sem kenndi við deildina. Hann var menningarfulltrúi Caen-borgar fram að síðustu kosningum en stýrir nú Dior-safninu í Granville http://www.ouest-france.fr/2008/06/14/granville/eric-Eydoux-dirige-la-Villa-Dior—53878657.html. Íslenska hefur verið kennd við norrænudeild Caen-háskóla síðan 1961.

En á málþingið minntist Bergþóra Jónsdóttir í Mogganum 18. nóvember: "Í Háskólanum í Caen Basse-Normandie verður einnig haldið stórt og mikið málþing um Ísland og íslenskar ímyndir sem fræðimenn og háskólakennarar víðsvegar að úr heiminum taka þátt í."

 


mbl.is Ísland heiðursland Les Boréales-listahátíðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband