26.11.2008 | 11:36
Umhverfisráðherraembættið til frá 1990
Iðnaðarráðherranöfnin frá 1989 eru Jón Sigurðsson oftar en einu sinni, Sighvatur Björgvinsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir og Össur Skarphéðinsson.
Umhverfisráðherrar: Júlíus Sólnes (1990-1991), Össur Skarphéðinsson (1991-1995), Guðmundur Bjarnason (1995-1999; einnig landbúnaðarráðherra), Siv Friðleifsdóttir (1999-2003), Sigríður A. Þórðardóttir (2003-2004), Jónína Bjartmarz (2004-2007) og okkar skelegga Þórunn Sveinbjarnardóttir sem hefur unnið í erfiðu stjórnarumhverfi síðustu 18 mánuði.
Hún hefur mátt þola þungan áróður gjörnýtingarsinna, sem hamast af mikilli heift m.a. gegn umhverfismati síðan í ágúst. Fyrir þá sem ekki vita var Þórunn önnur af tveimur þingkonum Samfylkingar sem greiddu atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma (hin var Rannveig Guðmundsdóttir). Á Borgarafundinum Háskólabíói í gær sagði Þórunn: "Meðan ég man, eitt orð við Einar Má : Það þarf ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til þess að fara illa með auðlindir á Íslandi. Við höfum hingað til verið fullfær um það sjálf." Marga vildum við tafarlaust burt en ekki hana.
Ráðherra umhverfis fyrst 23. febrúar 1990, sjá: 3. ráðuneyti Steingríms Hermannssonar
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 16.5.2009 kl. 13:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.