Færsluflokkur: Mannréttindi

Peningabullur

Hvað er sanngjarnt við það að íslensk stjórnvöld hafi hvatt til hlutabréfakaupa með skattaafslætti hér heima á meðan fjármagnsskattur var lagður á sparnað á "blinda tímabilinu"? Sjálfselska erlendra kröfuhafa er mikil. Hér heima voru hinir almennu borgarar hvattir til að taka þátt með því að festa sparnað sinn í hlutabréfum í íslenskum bönkum og fyrirtækjum... Bankinn ráðgefandi og stjórnvöld leiðbeinandi. Erlendis voru þeir hvattir til að ávaxta fé sitt hjá íslensku bönkunum... Allt kerfið var hannað til að rúa fólk inn að skinni með ávöxtun sem gulrót. ... Hverju átti annars að treysta ? Ef ekki bankanum, ekki stjórnvöldum, ekki fjölmiðlum, ekki kerfinu o.s.frv. Þetta rennur allt einhvern veginn saman í einn graut og menn kjósa enn hikstalaust með bankakorti...

Ráðgjafar spyrja ekki um hag fólks


mbl.is 93% kröfuhafa bankanna íhuga málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er ástæða til að óttast

að ekki sé allt með felldu. Trúverðugleikinn að fjúka? Hún veit hvað hún syngur.
mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúlkan er frábær

Hún söng aftur sama sönginn og fyrst og tókst vel upp. Frábær kona.

Hún stóðst álagið síðustu vikur og mætti í úrslitin. Hvað voru margir sem horfðu á fyrsta sönginn á netinu? Eitthvað um hundrað milljónir. Hún á metið á jútúb! Nú er lagið reyndar farið þaðan og komið á vef þáttarins.

Hvílíkur léttir að kynnast þessari dásamlegu konu frá smábæ í Skotlandi.

Ekki sjens að vera niðurdregin í félagi við hana

Hvað var það sem snart okkur svona djúpt? Jú, hún er samkvæm sjálfri sér, hlédræg og bara hin ánægðasta með sitt. Mætti fyrirlitningu. Fyrir hvað? Jú fyrir að vera bara hún. Hvorki með "rétt" útlit né "réttan" aldur.

Hún grínaðist að sjálfri sér í viðtalinu á undan söngnum og það er hreint ótrúlegt hvað það hefur verið tekið hrátt upp af fjölmiðlum... eins og heilagur sannleikur og hefur þónokkuð borið á lúmskri kvenfyrirlitningu í því sambandi. Í kjölfarið hafa verið skrifaðar merkar greinar um einræði útlitsins.

Það sem kannski einna helst snart alla djúpt var og er einlægni hennar. Sömuleiðis fundu flestir til samkenndar enda endalaust vegið að venjulegu fólki í hinum stóra fjölmiðlaheimi. Venjulegt fólk skal alltaf eiga að vera svona og hinsegin en helst aldrei það sjálft.

Hún hefur góðan húmor og það er svoddan strákur í henni. Algjört krúttipúll.


mbl.is Boyle tapaði fyrir dönsurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstvirt þjóð

... á rétt á að sannleikurinn sé sagður undanbragðalaust á Alþingi og að þingmenn hvar í flokki sem þeir standi sýni þjóðinni þá virðingu að tala eftir bestu vitund og án æsings. Hið pólitíska sjónarspil undanfarna daga á Alþingi er óvirðing við þjóðina. Flokkspólitíkin á betur heima út í móa.

Góðir þingmenn, þið eruð í beinni útsendingu bæði á sjónvarpsrás og á netinu !


mbl.is Þingmenn syngja og dansa darraðardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband