Hæstvirt þjóð

... á rétt á að sannleikurinn sé sagður undanbragðalaust á Alþingi og að þingmenn hvar í flokki sem þeir standi sýni þjóðinni þá virðingu að tala eftir bestu vitund og án æsings. Hið pólitíska sjónarspil undanfarna daga á Alþingi er óvirðing við þjóðina. Flokkspólitíkin á betur heima út í móa.

Góðir þingmenn, þið eruð í beinni útsendingu bæði á sjónvarpsrás og á netinu !


mbl.is Þingmenn syngja og dansa darraðardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

....sjálfstæðisflokkurinn er þjóðin ef einhver hefur ekki áttað þig á því.....

Gísli Ingvarsson, 6.4.2009 kl. 15:39

2 identicon

Ég ætla rétt að vona að menn láti heyra í sér á Alþingi. Það er verið að rjúfa þá miklu samstöðu sem verið hefur um stjórnarskrá Íslendinga. Hvaða álit sem menn hafa á þeim breytingum er lagðar eru til er það afar slæmt að þessi friður sé rofinn.

Áfram Birgir Ármannsson!

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 15:47

3 identicon

Ég held að mesta samstaðan hafi skapast árið 1995 þegar mannréttindaákvæðunum var bætt í stjórnarskrána enda greiddi enginn atkvæði á móti.

Stjórnarskránni hefur verið breytt sjö sinnum. Tvívegis var það kjördæmaskipan sem var breytt 1984 og 1999. Þá var nú ekki fullkomin sátt enda greiddu sjö þingmenn atkvæði gegn í bæði skiptin og til viðbótar greiddu átta þingmenn ekki atkvæði í seinna skiptið. Aðrar breytingar á stjórnarskránni voru að mestu skipulagslegs eðlis, s.s. þingsköp, endurskoðun ríkisreikninga, kjördagur.

Allt annað hefur meira og minna verið svæft í nefnd.

Græna loppan (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:29

4 identicon

Það er einmitt virðingarleysi þingmanna við þjóðina sem gerir að verkum að þjóðin er að tapa virðingu sinni fyrir þingmönnum

Kolla (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er hreint út sagt skelfilegt hvernig þessi apakettir leyfa sér að að koma fram við samstarfsmenn sína og vinnuveitendur sína. Þ.e.a.s. okkur þjóðina!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband