Færsluflokkur: Umhverfismál

Flott hjá henni

Með góðfúslegu leyfi Hans Strand
Áætlunin snertir loks svæði sem orkugeirinn ágirnist. Hugrekki er það sem helst kemur upp í hugann varðandi umhverfisráðherra. Þórunn hefur þurft að vinna í stjórnarumhverfi þar sem ekki verður séð að mikið fari fyrir umhverfisvitund.

Nú mun koma í ljós hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar styðji heilshugar eitthvað sem þeir lofuðu ("Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna.") og hvort fyrrverandi ráðherrar í lykilstöðum, s.s. Friðrik Sophusson hjá Landsvirkjun, Davíð Oddsson hjá Seðlabankanum og Þorsteinn Pálsson hjá Fréttablaðinu, flækist fyrir...

Einn kaflinn í Stjórnarsáttmálanum, sem vitnað er í hér að ofan, bar jú heitið "Traust og ábyrg efnahagsstjórn".
mbl.is Þrettán ný svæði friðlýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisráðherraembættið til frá 1990

Iðnaðarráðherranöfnin frá 1989 eru Jón Sigurðsson oftar en einu sinni, Sighvatur Björgvinsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir og Össur Skarphéðinsson.

Umhverfisráðherrar: Júlíus Sólnes (1990-1991), Össur Skarphéðinsson (1991-1995), Guðmundur Bjarnason (1995-1999; einnig landbúnaðarráðherra), Siv Friðleifsdóttir (1999-2003), Sigríður A. Þórðardóttir (2003-2004), Jónína Bjartmarz (2004-2007) og okkar skelegga Þórunn Sveinbjarnardóttir sem hefur unnið í erfiðu stjórnarumhverfi síðustu 18 mánuði.

Hún hefur mátt þola þungan áróður gjörnýtingarsinna, sem hamast af mikilli heift m.a. gegn umhverfismati síðan í ágúst. Fyrir þá sem ekki vita var Þórunn önnur af tveimur þingkonum Samfylkingar sem greiddu atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma (hin var Rannveig Guðmundsdóttir). Á Borgarafundinum Háskólabíói í gær sagði Þórunn: "Meðan ég man, eitt orð við Einar Má : Það þarf ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til þess að fara illa með auðlindir á Íslandi. Við höfum hingað til verið fullfær um það sjálf." Marga vildum við tafarlaust burt en ekki hana.


Ráðherra umhverfis fyrst 23. febrúar 1990, sjá: 3. ráðuneyti Steingríms Hermannssonar


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband