Færsluflokkur: Bækur
4.4.2009 | 09:11
Hún er ekki komin til Íslands til að leika sér
Eva Joly gerir hlutina ekki til hálfs. Ef hún tekur að sér verkefni, sem við erum svo heppin að hún gerir hjá okkur, vinnur hún það af heilindum og af krafti. Þær Laurence Vichnievsky rannsóknardómari unnu mikið þrekvirki í Frakklandi við sérlega erfiðar aðstæður og lífshættulegan þrýsting.
Rannsóknardómarar (juge d'instruction) eru ekkert grín í Frakklandi og geta þeir gert húsleitir í hæstu hæðum ef þess er þörf fyrir rannsókn. Það er engin tilviljun að franskur forseti vilji beisla þá á bás...
Laurence Vichnievsky skrifaði í samvinnu við Jacques Follorou, blaðamann á Le Monde, bókina Sans instructions sem kom út árið 2002. Þá eru bæði hún og Eva komnar annað. Bókin er skemmtilega uppbyggð því rannsóknardómarinn og blaðamaðurinn skrifa sig saman til að ná heilstæðri mynd af þessum örlagaríka áratug, skáletrað er innlegg blaðamannsins, oft heilir kaflar eða inngangur eða niðurlag kafla dómarans. Frábær bók.
Eva Joly talaði sjálf um launin á blaðamannafundi. Menn vilja komast til botns í meintum fjármálabrotum sem brenna á okkur öllum en spara á rannsakendum og ráðgjöfum? Halló! Biðlaun fyrrverandi ráðherra OG aðstoðarmanna gætu numið 37 milljónum króna... og fyrir hvað? Það skyldi þó aldrei vera að Eva Joly sé hverrar krónu virði?
Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 21:57
Íslenskir krimmar gera það gott í Frakklandi
1. sæti : Vetrarborgin (Hiver arctique) sem er nýkomin út í franskri þýðingu !
11. sæti : Röddin (La voix) sem kom út í kilju í fyrra
20. sæti : Grafarþögn (La femme en vert) sem kom út í kilju 2007
23. sæti : Mýrin (La cité des jarres) sem kom út í kilju 2006
27. sæti : Líkið í rauða bílnum (Le cadavre dans la voiture rouge) eftir Ólaf Hauk Símonarson sem kom út í kilju nú í janúar sl.
50. sæti : Tími nornarinnar (Le temps de la sorcière) eftir Árna Þórarinsson sem kom út í kilju í fyrra
Fimm íslenskir krimmar í þeim 50 fyrstu ! Ekki sem verst.
Tveir íslenskir krimmar hafa ekki ratað á metsölulistann: Kleifarvatn (L'homme du lac) eftir Arnald og Dauði trúðsins (Le dresseur d'insectes) eftir Árna enda hvorugar komnar í kilju.
Allar þýðingarnar eru eftir Éric Boury nema ein...
Sjá: Líkið í rauða bílnum eftir Ólaf Hauk nýkomin út í kilju í Frakklandi
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2009 | 16:04
Líkið í rauða bílnum eftir Ólaf Hauk nýkomin út í kilju í Frakklandi
Bókabúðir eru skemmtilegir staðir og þær eru ekki ófáar í Frakklandi.
Síðast kom í ljós að Líkið í rauða bílnum eftir Ólaf Hauk Símonarson er rétt nýkomin út í kilju, nánar tiltekið í þeirri krimmakilju sem selst ákaflega vel í Frakklandi. Þýðingin, sem kom fyrst út 1997, er eftir Frédéric Durand (1920-2002) sem var prófessor við norrænudeild Caen-háskóla. Formálinn sem Steinunn Le Breton Filippusdóttur skrifaði við fyrstu útgáfu fylgir með. Steinunn kenndi um árabil við norrænudeildina en hefur undanfarin ár verið konsúll Íslands í Normandí.
Þegar hafa bækur Arnalds Indriðasonar í þýðingu Éric Boury komið út í krimmakiljunni (þ.e. ári eftir 1. útgáfu í franskri þýðingu): Mýrin (2006), Grafarþögn (2007), Röddin (2008) og Kleifarvatn er væntanlegt í mánuðinum, en Vetrarborgin kemur fyrst út í franskri þýðingu í febrúar næstkomandi. Þess má kannski geta að Grafarþögn, sem er metsölubók, var ein fimm bóka hjá kiljuútgáfunni sem komu út í sérstakri viðhafnarútgáfu (Collector) fyrir jólin.
Þá kom Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson í þýðingu Éric Boury út í krimmakiljunni á síðasta ári.
Íslenskar bækur í franskri þýðingu
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)