Líkið í rauða bílnum eftir Ólaf Hauk nýkomin út í kilju í Frakklandi

Bókabúðir eru skemmtilegir staðir og þær eru ekki ófáar í Frakklandi.

Síðast kom í ljós að Líkið í rauða bílnum eftir Ólaf Hauk Símonarson er rétt nýkomin út í kilju, nánar tiltekið í þeirri krimmakilju sem selst ákaflega vel í Frakklandi. Þýðingin, sem kom fyrst út 1997, er eftir Frédéric Durand (1920-2002) sem var prófessor við norrænudeild Caen-háskóla. Formálinn sem Steinunn Le Breton Filippusdóttur skrifaði við fyrstu útgáfu fylgir með. Steinunn kenndi um árabil við norrænudeildina en hefur undanfarin ár verið konsúll Íslands í Normandí.

Þegar hafa bækur Arnalds Indriðasonar í þýðingu Éric Boury komið út í krimmakiljunni (þ.e. ári eftir 1. útgáfu í franskri þýðingu): Mýrin (2006), Grafarþögn (2007), Röddin (2008) og Kleifarvatn er væntanlegt í mánuðinum, en Vetrarborgin kemur fyrst út í franskri þýðingu í febrúar næstkomandi. Þess má kannski geta að Grafarþögn, sem er metsölubók, var ein fimm bóka hjá kiljuútgáfunni sem komu út í sérstakri viðhafnarútgáfu (Collector) fyrir jólin.

Þá kom Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson í þýðingu Éric Boury út í krimmakiljunni á síðasta ári.

Íslenskar bækur í franskri þýðingu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég á sölueintök af Líkinu í rauða bílnum, ásamt öllum ættfræðibókunum, stéttatölum, manntölum og átthagaritum. Sími 616-9070.

Jón Valur Jensson, 11.1.2009 kl. 16:54

2 identicon

Þakka þér fyrir, þú tekur þá frá fyrir mig eintak af þýddu bókinni fyrir bókasafnið.

græna loppan (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband