Sérhagsmunablað Davíðs, oj bara...

Pólitíkusar hafa ekkert að gera sem seðlabankastjórar, hvað þá ritstjórar dagblaðs !

Ég tek undir með Þóru Kristínu, sem ég sé mikið eftir:

Það er virkilega orðin spurning hvort blaðamennska á Íslandi sé mönnum bjóðandi".

Skari sýndi fullkomlega vanþekkingu sína á hlutverki fjölmiðla í lýðræðisríki í Kastljósi. Hann kann bara á það hvernig fjölmiðlar verða (mis)notaðir í þágu einhvers eða einhverra. Blaðið hefur skoðun...

Blaðamennska

Blaðamennska er göfugt fag sem er lýðræðinu sérlega mikilvægt. Fjölmiðlum er hvorki ætlað að drottna né að þjóna sérhagsmunum. Skyldur blaðamanna eru ríkar : þeirra er að upplýsa og að veita aðhald. Fagmennskan er faginu mikilvæg. Óhætt er að fullyrða að hvergi í lýðræðisríkjum tíðkist það sem nú hefur gerst í íslenskum blaðaheimi. Fáheyrð firra.

Hver sjálfum sér næstur?

Einkennilegt að aðrir blaðamenn á Mogga skuli ekki segja upp til varnar faginu, til stuðnings brottrekinna félaga, í mótmælaskyni við hreinsunina á blaðinu og ráðningu Davíðs. Við höfðum þörf fyrir annað, þörf fyrir fjölmiðla sem er treystandi. Það hafði rofað til og fjölmiðlar loks vaknað upp til hlutverks síns á erfiðum tímum. Með ráðningu Davíðs er ástandið í fjölmiðlamálum horfið 30 ár aftur í tímann, skurðgrafahernað. Á fjölmiðlum á ekki að vera neitt kverkatak, hvorki pólitískt né annað. Blaðamennska snýst um annað og meira. 

Þrengt að frjálsri og faglegri blaðamennsku".

 

Örlög Moggans

"Ritstjórinn á Morgunblaðinu, Ólafur Stephensen, hefur látið af störfum sökum þess að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er nýjum eigendum blaðsins ekki að skapi."

Mogginn hafði reynt um nokkurt skeið að verða alvörudagblað en nú er trúverðugleikinn horfinn. Tvær spurningar vakna : Þurftu þeir að reka 40 manns til að borga ritstjórunum kaup? Og fyrst þeir voru svo vitlausir að reka m.a. þá bestu, vaknar hin spurningin :

Hvert fer Þóra Kristín ? 

 

Kveðja.

Um 35 þúsund flettingar á árinu og hér læt ég staðar nema.

Þakka samfylgdina!


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bless, bless. Mundu nú að standa við það sem þú segir.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Bergur, bjóddu þér í bíó.

GRÆNA LOPPAN, 25.9.2009 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband