23.9.2009 | 14:51
Nú, áttum við að borgar skattana fyrir þá?
Það er eitthvað alvarlega bjagað við þá hugsun að fyrirtæki sleppi við skatta. Skattpeningarnir fara í hafnarframkvæmdir, vegaframkvæmdir o.s.frv. Ef þeir vilja ekki borga skatta, hverjir eiga þá að borga þá? Mér er spurn. Allir nema þeir og álfyrirtækin? Enn og aftur almennt launafólk og aldraðir, kannski?
Skattarnir afar íþyngjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Ég sé hvergi í þessari frétt að þeir vilji ekki borga skatta
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2009 kl. 15:40
Hver er fyrirsögnin?
GRÆNA LOPPAN, 23.9.2009 kl. 16:37
Það er hætt við að þú skiljir lítið gang mála ef þú byggir þekkingu þína á fyrirsögnum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2009 kl. 17:16
Þú skilur lítið í blaðamennsku ef þú heldur að fyrirsagnir séu saklausar...
GRÆNA LOPPAN, 23.9.2009 kl. 18:11
"Skattarnir hefðu þurft að vera hvetjandi til að aðilar kæmu og sæktu um leyfi. Þess í stað eru þeir mjög letjandi. Við teljum alveg ljóst að það þurfi að fara fram breytingar á skattakerfinu hér áður en næsta umferð ferð fram."
GRÆNA LOPPAN, 23.9.2009 kl. 18:16
Ekki nóg með það. Nú hefur fyrirsögninni verið breytt og "afar" er orðið "gríðarlega".
Nokkrum tímum seinna kemur ný útgáfa með frekari skýringum : Stighækkandi gjald óháð kostnaði
GRÆNA LOPPAN, 23.9.2009 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.