Klær sérhagsmuna...

Það er undarlegt þetta nudd. Fyrrverandi ráðherrar sækjast í að stjórna fram í rauðan dauðann og nudda sér af frygð eins og fresskettir að fjölmiðlum. Vilja stjórna skoðunum fólks líka, ekki bara lífi þess. Þessir menn hafa ekki skilið hlutverk sitt. Þeir hafa blindast af valdinu og gleymt því að kjörnir fulltrúar þjónusta þjóðina, þeir eru þjónar.

Fjölmiðlamenn eru sumir hverjir heillaðir af valdbeitingunni og ráða sig umvörpum í störf umkringis ráðherra, auðhringa o.s.frv. Þeir huga að yfirborðinu, hvernig valdsmennirnir koma fyrir augu fólks, sjá um að kasta rykinu. Þeir fara í framboð og sitja á þingi í umboði þjóðarinnar en festast í flokkslínunum og fá sér í glas. Hagsmunaöfl sækjast eftir kröftum og sál fjölmiðlamanna því umfjöllun þeirra er skoðananmyndandi, sem er það eina sem vekur áhuga þeirra. Öflin vilja kaupa sér atkvæði, markaði, samninga o.s.frv. Þegar fjölmiðlamenn heillast af sviðsljósinu og selja sál sína fyrir sérhagsmuni er voðinn vís ; aðhaldið horfið út í veður og vind og upplýsingar ekki lengur heilar..

Það er þetta nudd milli hagsmunaaðila, pólitíkusa, auðhringa, og fjölmiðla sem rústar lýðræðinu.


mbl.is Ritstjóramálum lokið á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband