Að hugsa langt fram í tímann

Varmaorkan

"Jarðvarmaorkuver eru hagkvæmari en jarðgufuvirkjanir. Í þeim fyrrnefndu er framleitt bæði heitt vatn til upphitunar og raforka, sbr. orkuverin í Svartsengi og á Nesjavöllum, og þá er auðlindin líka best nýtt og á sem umhverfisvænastan hátt. Jarðgufuvirkjanir eins og þær í Kröflu, á Hellisheiði og Reykjanesi framleiða eingöngu raforku, nýta varmaorkuna mun verr og eru ekki eins vistvænar." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.

12%

"Þorsteinn benti á að við raforkuframleiðsla með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. "Mér finnst þetta ekki forsvaranleg nýting á auðlindinni," sagði Þorsteinn [Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands]". Mbl. 18. okt. 2007.

Að hugsa langt fram í tímann

"Jóhannes Zoëga, fyrrverandi hitaveitustjóri Hitaveitu Reykjavíkur, leit svo á starfsskyldur sínar að honum sem hitaveitustjóra bæri að hugsa langt fram í tímann og tryggja íbúum og fyrirtækjum borgarinnar, og síðar höfuðborgarsvæðinu öllu, heitt vatn til húshitunar um ókomna framtíð og á eins hagstæðu verði og mögulegt væri. Hann vildi varðveita Hengilssvæðið sem framtíðarjarðhitasvæði fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Síðasta verk hans í þessu lífi var að skrifa um þessi mál. Hugsjónir Jóhannesar og viðhorf eru til fyrirmyndar og eftirbreytni, sjálfstæðismönnum líka." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.

Vatnsveitur og hitaveitur landsmanna

"Neysluvatn og jarðhitavatn eru staðarverndaðar auðlindir. Hvorugt verður flutt mjög langar vegalengdir. Á Íslandi getur enginn orkugjafi keppt við jarðhitavatn fyrir upphitun húsa. Samkeppni verður því ekki við komið. Einkaaðili sem ræður yfir slíkri auðlind hefur einokunaraðstöðu (einokun þýðir að einn getur kúgað annan). Þegar um er að ræða þjónustufyrirtæki í lýðræðisþjóðfélagi eins og vatnsveitu og hitaveitu er einokunaraðstaða ekki fyrir hendi. Hún er aðeins fyrir hendi hjá einkaaðila í þessu sambandi. Opinberu þjónustufyrirtæki er veitt aðhald af kjósendum og opinberri umræðu um hið opinbera fyrirtæki. Nákvæmlega þetta á sér nú stað um hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur. Samkeppni er ekki eina leiðin til aðhalds. Af öllu þessu leiðir að hvorki má einkavæða vatnsveitur né hitaveitur sem þjóna sveitarfélögum eða þær auðlindir sem þær byggja á." Stefán Arnórsson, Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32

Herferðir auðhringa

Það kemur síðan í ljós næstu tíu daga hverjir hlaupa apríl fyrir stóriðjuna með tafar- og atvinnuþemunum. Munu fjölmiðlar dansa í takt við samfélags- og upplýsingateymi alcoa... eða hugsa til þegna þessa lands með notalega heit hús til framtíðar og ódýru rafmagni.
mbl.is 25 milljarða stórvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband