Búktal stóriðjunnar

Það vekur athygli hve orkugeirinn og stóriðjan tala auðveldlega í gegnum Starfsgreinasambandið, Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og forseta sveitarstjórnar Norðurþings. Búktalið er sérstaklega áberandi þessa dagana...

Það sama gerðist 2001 (Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði): Starfsgreinasambandið og ASÍ.

Sumir hafa leyft sér ýmislegt: Milljónagreiðslur Landsvirkjunar.

Hvað gerðu þessir dólgar FYRIR stóriðjuæðið (með tilheyrandi gjörnýtingarstefnu í virkjunarmálum og þungavigtarlánum)? Þreytandi þetta hugmyndaleysi. 

Skyldi galdurinn liggja í teyminu? "Hluti samfélags- og upplýsingateymis Alcoa Fjarðaáls mun eftir breytingarnar starfa fyrir Alcoa á Íslandi." 10. okt. 2008. Tengingin inn á Alþingi? Sérnefnd um stjórnarskrármál undir forystu Álgerðar gerði sér lítið fyrir og bað álfyrirtækin um umsögn um breytingar á Stjórnarskrá Íslands (!) í vor... (Century Aluminum var eitt um að svara). Þegar til kom vildi enginn í nefndinni gangast við þessum beiðnum...

Er ekki kominn tími til að kanna ítök álfyrirtækjanna á Íslandi?

Ráðherrar hafna gagnrýni ASÍ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband