5.9.2009 | 19:08
Er hugmyndaleysi viðvarandi í Norðurþingi ?
Hvað gerðu menn áður en álfyrirtækin fóru að slá um sig hér á landi? Stórkallalegar framkvæmdir sem veitast að heilsu manna. Að halda öðru fram væri blinda.
VIÐBÓT: Enn þrýstir sveitarstjórinn á samkvæmt frétt á visi.is.
Tvennt vekur athygli í máli hans, annað er ótrúlega algeng afstaða hjá talsmönnum stóriðjuframkvæmda, að umhverfismat TEFJI FYRIR !
Í þessu tilfelli tímamótaákvörðun umhverfisráðherra um sameiginlegt umhverfismat um áhrif allrar framkvæmdarinnar frá 31. júlí 2008: "Hin kærða ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 13. febrúar 2008 er felld úr gildi og skulu umhverfisáhrif álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur metin sameiginlega samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sbr. 5. gr. laga nr. 74/2005."
En hver er tilgangur með mati á umhverfisáhrifum ?
"[1] Lögum um mat á umhverfisáhrifum er ætlað að tryggja að umhverfisáhrif þeirra framkvæmda, sem kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér, hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim. [2] Matinu er einnig ætlað [að] draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. [3] Ennfremur að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir." Af vef Skipulagsstofnunar.
Við höfum öll hag af því að varlega sé stigið til jarðar og náttúra þessa lands virt að verðugleikum.
Hitt er síðan setningin: "Það er mjög mikilvægt sálfræðilegt atriði fyrir íbúa á sveitarfélaginu," segir Friðrik." Heilt sveitarfélag er spanað upp í eina átt og þetta er orðið sálfræðilegt atriði...
Krefst heiðarleika af hálfu stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 8.9.2009 kl. 06:34 | Facebook
Athugasemdir
Þá var t.d. veiddur fiskur og hann unninn. Þegar leitað er af orsökum alls sem illa hefur farið hér á landi undanfarin aldarfjórðung, þá ber allt að sama brunni. Sá brunnur er helvítis kvótakerfið!!!
Aðalheiður Ámundadóttir, 5.9.2009 kl. 19:51
Já, þú hefur líklega rétt fyrir þér. Kvótakerfið hans Halldórs Ásgrímssonar frá 1990 (Lög um stjórn fiskveiða 116/2006) slógu öll vopn úr höndum sjávarplássa og gerði þau varnarlaus gagnvart álinnrásinni. Austfirðir fyrst og hinir svo.
Og þegar aðilar vinnumarkaðarins (framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsinsá Stöð 2 í kvöld) fara að pípa í kór um lausnina einu, stóriðjuframkvæmdir... og nota fjölskyldur í landinu sem afsökun þá fer um mann.
GRÆNA LOPPAN, 5.9.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.