Folavatni ógnað af náttúruspillinum Landsvirkjun

Þetta fyrirtæki kann sér ekki hófs. Hef ekkert álit á þessum gaurum, ekki frekar en á þeim stjórnmálamönnum í líki ráðamanna sem knúðu íslenska náttúru á hnén fyrir hvað, jú ALCOA. Fyrir mér er þetta ekkert annað en endalaust hryðjuverk í þágu græðginnar. Seint ætla Íslendingar að stíga af þeim fola alveg sama hversu eyðileggingin er mikil og lífskjörin dala.

Álfyrirtækin hafa það greinilega fínt á okkar kostnað, eins og alltaf, en Landsvirkjun er skuldum vafin og vill helst auðvitað velta því yfir á okkur án þess að hlusta á neinn nema sjálfa sig. Fyrirtækið valtar yfir allt og alla og hefur gert lengi. Við megum náðarsamlegast ábyrgjast lánin þeirra í gegnum ríkið en að öðru leyti kemur okkur þetta ekkert við. Mótmæla, hvaða vitleysa! Allt skal þeim leyfilegt en það erum við sem þurfum alltaf að borga, að ekki sé talað um náttúru lands vor !

Hápunkturinn var þegar forstjóri Rio Tinto Alcan borgaði allar skuldir fyrirtækisins rétt fyrir hrun og fékk verðlaun fyrir. Innherjamál? Hví gerði Landsvirkjun ekki slíkt hið sama? Offjárfestingar kannski í þágu álfyrirtækja...

Folavatn í kvöldfréttum sjónvarps í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband