10.6.2009 | 19:27
Hvað vita Íslendingar yfirleitt um hvali?
"Veiðar á stórhvölum voru stundaðar með hléum frá landstöðvum við Ísland í liðlega eina öld, eða til ársins 1989. Frá árinu 1948 takmörkuðust veiðarnar við starfsemi stöðvarinnar í Hvalfirði en þar voru lengst af fjögur skip að veiðum yfir vertíðarmánuðina júní-september. Á árunum 1948-1985 voru að meðaltali veiddar 234 langreyðar og 68 sandreyðar árlega og 82 búrhvalir árin 1948-1982 (alfriðaður í Norður-Atlantshafi frá árinu 1982). Árið 1986 gekk í gildi ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um tímabundna stöðvun veiða í atvinnuskyni. Í samræmi við ákvæði hvalveiðisáttmálans var hins vegar veiddur takmarkaður fjöldi lang- og sandreyða í rannsóknarskyni árin 1986-1989. Frá árinu 1990 hafa engar hvalveiðar verið stundaðar frá Íslandi.
Hrefnuveiðar voru stundaðar á litlum vélbátum hér við land mestan hluta síðustu aldar. Veiðar þessar voru lengst af smáar í sniðum, nokkrir tugir dýra á ári. Á árunum 1977-1985 ákvað Alþjóðahvalveiðiráðið árlegan veiðikvóta fyrir svæðið Austur-Grænland/Ísland/Jan Mayen og komu flest árin um 200 hrefnur í hlut Íslendinga. Vegna banns við hvalveiðum í atvinnuskyni hafa hins vegar engar veiðar á hrefnu verið leyfðar hér við land frá lokum vertíðar árið 1985."
Útdráttur úr Nytjastofnar sjávar 2002/2003 - aflahorfur 2003/2004 (pdf-skjal)
"Veiðar á langreyði hófust í atvinnuskyni haustið 2006, en hafa legið niðri síðan vegna óvissu um sölu afurða. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt. Veiðar á hrefnu í vísindaskyni hófust árið 2003 og lauk árið 2007. Alls voru veidd 200 dýr. Veiðar á hrefnu í atvinnuskyni hófust árið 2006 og hafa verið stundaðar síðan. Alls hafa 46 dýr verið veidd í atvinnuskyni og afurðirnar að langmestu leyti farið á innlendan markað. Á þessum tíma hafa því alls verið veiddar 246 hrefnur."
Útdráttur úr reglugerð Einars K. frá 29. janúar sl.
"Fjórar þessara tegunda eru taldar vera í útrýmingarhættu (e. endangered) og 20% líkur eru á því þær deyi út á næstu tuttugu árum. Sérfræðingar meta það svo að dýr í þessum flokki séu ekki í bráðri útrýmingarhættu en muni að öllum líkindum hverfa ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða í nánustu framtíð. Þessar tegundir eru steypireyður, sandreyður, langreyður og Íslandssléttbakur."
Útdráttur úr svari á Vísindavefnum við spurningunni: Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag? Svarið er frá 2003.
Hér vantar hvers vegna Íslandssléttbakur hvarf að mestu. Baskar veiddu hval hér við land fram á 18. öld. Fram á 19. öld voru einungis veiddar þær tegundir hvala sem hægsyndar teljast. Eftir ofveiði á sléttbak var röðin komin að reyðarhvölum en þeir sukku til botns ef þeir voru skutlaðir. Það var lengi vandamál. Svend Foyn frá Túnsbergi var upphafsmaður iðnvæðingar í hvalveiðum. Hann kom hingað sumarið 1866. Hann fékk einkaleyfi á uppgötvun sinni 1881. Norðmenn voru fyrst með landstöðvar í Norður Noregi og þá á Íslandi frá 1883 og víða um heim. Sléttbak, sem er spikfeitur, var útrýmt við Íslandsstrendur um aldamótin 1900. Hvalveiðar voru bannaðar í Noregi 1904 og á Íslandi 1913. Veiðarnar voru leyfðar aftur 1928 o.s.frv.
Heimild: Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, 1987.
Bannað er að veiða:
a) Hvalkálfa, hvali á spena og kvenhvali, sem kálfar eða hvalir á spena fylgja.
b) Grænlandssléttbak, Íslandssléttbak, hnúfubak, steypireyð og búrhval (breyt. 304/1983).
c) Langreyðar innan við 55 fet eða 16,8 metra að lengd og sandreyðar innan við 40 fet eða 12,2 metra að lengd og búrhvali innan við 35 fet eða 10,7 metra að lengd.
Hið umdeilda leyfi hljóðar upp á hrefnuveiðar annars vegar og veiðar á langreyði hins vegar.
Sjá einnig: Öldungar hafsins
Hugsa eins og hvalir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 15.6.2009 kl. 16:05 | Facebook
Athugasemdir
Ég man eftir krossgötuþætti þar sem kom fram að íslendingar sýndu lítinn áhuga á námi í sjávarlíffræði.
Pétur Þorleifsson , 11.6.2009 kl. 13:14
Ef leitað er á vefjum nokkurra stofnana, hvað finnst?
GRÆNA LOPPAN, 11.6.2009 kl. 14:49
Þú skrifar að búrhvalur sé alfriðaður í Norður-Atlantshafi frá 1982. En neðar stendur að bannað sé að veiða búrhval styttri en 35 fet.
Já, málsgreininni (c-lið) var breytt 1983.
Kaskelothval heitir hann á dönsku (cashalot á frönsku). Þótti fréttnæmt á Grænlandi að sást til hans inni á firði. Djúpsjávarhvalur.
Pétur Þorleifsson , 15.6.2009 kl. 11:52
Kærar þakkir. Ég er búin að breyta þessu.
GRÆNA LOPPAN, 15.6.2009 kl. 16:07
Hér segir að Grænlandshvalur verði jafnvel 220 ára.
Pétur Þorleifsson , 19.6.2009 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.