Námslánin eru verðtryggð og endurgreiðslutíminn óendanlegur

Menntun er sérstakt áhugamál stjórnvalda hvers tíma. Námslán báru vexti á árunum 1952-1975. Verðtryggingunni var skellt á fyrir rúmum 30 árum. Fyrst var endurgreiðslutíminn 20 ár, þar næst var hann lengdur um helming og loks hurfu tímamörk endurgreiðslna gjörsamlega.

Ef 25 ára námsmaður tók námslán 1976 var hann búinn að borga 45 ára. Ef hann tók námslán 1982 er hann búnn að borga 65 ára. Ef hann tók námslán bæði þegar endurgreiðslutíminn var 20 ár og þegar endurgreiðslutíminn var 40 ár er hann 85 ára þegar endurgreiðslutímanum lýkur! Hvers vegna 60 ár? Jú, námsmaðurinn borgar aðeins af einu námsláni í einu og hin vaxa í millitíðinni í gulltryggðri verðbólgunni. Verðtryggingin gerir það að verkum að lánið sem borga skal af hækkar endalaust. Og nú elskurnar mínar eru tímamörk endurgreiðslna horfin.

Þetta fyrirkomulag námslána með verðtryggingunni er einsdæmi í veröldinni. Ísland getur hreykt sér af því að unga fólkið sæki sér góða menntun í hópum en fyrirkomulagið er svo glæsilegt að námsmenn borga sjálfir af því alla ævi... Þökk sé verðtryggingunni. Og ríkisvaldið lætur sem það sé stikkfrí. Þetta er þó allt afleiðing af óforskömmuðum stjórnarfrumvörpum um námslán í tíð Geirs Hallgrímssonar, Gunnars Thoroddsen og Davíðs Oddssonar.

Hverjir blæða lengst? Jú, þeir sem voga sér að hafa ekki roktekjur að loknu námi. Það eru þeir sem lenda í ævilangri afborgunarþján af NÁMSLÁNUM ! Og bíðum við, eru ekki vinstrimenn við stjórnvölinn?

Geta námsmenn fyrri ára greitt inn á höfuðstólinn til að grynnka á námsskuldunum sem hlaupa á milljónum?

Svarið er: "...hverri greiðslu [skal] skipt á höfuðstól og verðbætur í hlutfalli, annars vegar  við vísitölu við lántöku og hins vegar hækkun vísitölu fram að þeim tíma þegar endurgreiðsla er innt af hendi."

Það mætti halda að það væri allra hagur að auðvelda námsmönnum fyrri ára að greiða inn á höfuðstólinn einmitt núna... en reglurnar eins og þær eru í dag eru lítil hvatning.

Til viðbótar eru námslánaskuldirnar svo háar að uppgreiðsluafsláttur dugir skammt. 

Þetta verðtryggingarokur á námslánum gerir það að verkum að þetta eru týndir aurar fyrir lánasjóðinn jafnvel þótt þjösnast sé á fyrrverandi námsmönnum ævilangt. LÍN fær tryggilega verðbætta skuldina aldrei alla til baka á sínu uppáhalds "raunvirði", fyrr deyja fyrrverandi námsmenn.

Sjá einnig: Námslánin


mbl.is „Námsmönnum ýtt úr námi “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo skulum við ekki gleyma yfirdráttarlánunum sem margir ef ekki flestir námsmenn neyðast til að taka, þau skerða námslánin um þær prósentur sem vextirnir telja..

 Finnst framfærslan svo smánarleg nú þegar að ég skil ekki þennan niðurskurð.. Er betra að fólk hrekist úr námi og fari á bætur?

Védís Ragnheiðardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:05

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Að fá námslán er eitt. Að endurgreiða þau eru annað. Áhyggjur námsmanna í dag eru að fá ekki nógu há námslán, sem er auðvitað réttmætt.

En síðan er ekki hugsað lengra.

Endurgreiðslulandslagið, þegar þar að kemur, er ekkert skemmtilegra...

GRÆNA LOPPAN, 10.6.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband