4.6.2009 | 06:33
Það er ekkert saklaust við útiræktun erfðabreyttra plantna (GMO)
Erfðabreyttar plöntur og svo margt fleira gruggugt hjá Monsanto. Heimildarmynd Marie-Monique Robin Heimurinn að uppskrift Monsanto The world according to Monsanto (á ensku). Arte/France 2007.
Sérstaka athygli vekur andvaraleysi stjórnmálamanna og eftirlitsaðila. Mútuþægni, falsaðar vísindaskýrslur og þöggun vísindamanna. Að ekki sé talað um svik og pretti ameríska fyrirtækisins sem teygir anga sína um allan heim. Heimildarmyndin Le monde selon Monsanto (á frönsku). Bókin og heimildarmyndin.
Það er mikilvægt að kynna sér allar hliðar málsins. Það er ekkert saklaust við útiræktun erfðabreyttra plantna (GMO : Genetically modified organism ; OGM á frönsku).
Það er alltaf heilög afsökun fyrir tilraunastarfseminni með erfðabreyttar plöntur, græðgissjónarmið gægjast inn hér og þar og á endanum étum við m.a. eitrið sem plönturnar drekka í sig, að ekki sé talað um áhrifin út í náttúrunni, sem enginn nennir að sjá fyrir...
20. maí : Útiræktun á erfðabreyttu byggi
25. maí : Ræktun mannapróteina í íslenskri náttúru
26. maí : Opið bréf til Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra
Þrýstingur á Umhverfisstofnun vegna erfðabreytts byggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 06:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.