30.5.2009 | 21:59
Stúlkan er frábær
Hún söng aftur sama sönginn og fyrst og tókst vel upp. Frábær kona.
Hún stóðst álagið síðustu vikur og mætti í úrslitin. Hvað voru margir sem horfðu á fyrsta sönginn á netinu? Eitthvað um hundrað milljónir. Hún á metið á jútúb! Nú er lagið reyndar farið þaðan og komið á vef þáttarins.
Hvílíkur léttir að kynnast þessari dásamlegu konu frá smábæ í Skotlandi.
Ekki sjens að vera niðurdregin í félagi við hana
Hvað var það sem snart okkur svona djúpt? Jú, hún er samkvæm sjálfri sér, hlédræg og bara hin ánægðasta með sitt. Mætti fyrirlitningu. Fyrir hvað? Jú fyrir að vera bara hún. Hvorki með "rétt" útlit né "réttan" aldur.
Hún grínaðist að sjálfri sér í viðtalinu á undan söngnum og það er hreint ótrúlegt hvað það hefur verið tekið hrátt upp af fjölmiðlum... eins og heilagur sannleikur og hefur þónokkuð borið á lúmskri kvenfyrirlitningu í því sambandi. Í kjölfarið hafa verið skrifaðar merkar greinar um einræði útlitsins.
Það sem kannski einna helst snart alla djúpt var og er einlægni hennar. Sömuleiðis fundu flestir til samkenndar enda endalaust vegið að venjulegu fólki í hinum stóra fjölmiðlaheimi. Venjulegt fólk skal alltaf eiga að vera svona og hinsegin en helst aldrei það sjálft.
Hún hefur góðan húmor og það er svoddan strákur í henni. Algjört krúttipúll.
Boyle tapaði fyrir dönsurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannréttindi | Breytt 1.6.2009 kl. 15:25 | Facebook
Athugasemdir
Hún er bara frábær :)
Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.5.2009 kl. 22:25
48 ára gömul piparjúnka verður varla rétt titluð ,,stúlka"...
Sigurjón, 30.5.2009 kl. 22:59
Jú, drengur minn.
GRÆNA LOPPAN, 30.5.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.