Þarf að taka mér blogghlé

Ef ég mætti koma með þrjár tillögur fyrir hlé: að fjölmiðlar vísi beint í mál á alþingisvefnum í lok þingfrétta í vefútgáfum blaðanna, að til verði Útvarp Alþingi og að fjölmiðlar leiti á jákvæð mið eftir bestu getu, þó ekki væri nema í bland...

Það er þreytandi til lengdar að vera í vandræðum og heyra til viðbótar um vandræði og frekari spár um vandræði... blogggjammið bætir yfirleitt gráu ofan á svart og virkar stundum eins og hver sletti sínum blautu tuskum af sérstakri áfergju. Mæli með kermit til að bæta bragðið. Honum tekst oft vel til. Lengir hláturinn ekki lífið?

Óska vinstristjórninni velfarnaðar. Sé eftir Kolbrúnu en fegin að utanþingsráðherrarnir verða áfram o.s.frv. Vona að fjölmiðlar standi sig í stykkinu og að stjórnarandstaðan verði uppbyggileg. Við syndum jú öll í súpunni og þurfum öll sem eitt í skjól upp á brún...

Gaman annars að hlusta á klára konu :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband