21.4.2009 | 18:33
Án Norsara höfum við ekkert að gera í ESB
"Ísland og Noregur eru að mörgu leyti í mjög hliðstæðri stöðu gagnvart ESB; sem aðilar að EES og Schengen og strandríki við N-Atlantshaf sem hafa mikilla hagsmuna að gæta á sjávarútvegssviðinu. Lega þeirra og saga hafa jafnframt mótað "atlantshafssinnaða" utanríkisstefnu beggja."
Danir gengu í ESB árið 1973 en SvíÞjóð og Finnland árið 1995.
Framtíð norræna vegabréfasambandsins var leyst með aukaaðild Íslands og Noregs að Schengen-sáttmálanum. Þannig gátu öll Norðurlöndin fimm undirritað sáttmálann samtímis, 1996. Aðild Íslands að Schengen-samstarfinu gekk að fullu í gildi 25. júní 2001.
Með EES-samstarfinu [1. janúar 1994] hefur Ísland tekið upp allt að 80% af allri löggjöf ESB.
Það er frjálst flæði vöru, þjónustu, (launa)fólks og fjármagns milli aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins [fjórfrelsið]. "Leiðin að þessu marki hefur fyrst og fremst falist í samræmingu reglna og staðla. Beinar hindranir, svo sem landamæraeftirlit og tollheimta, hafa verið aflagðar, samið hefur verið um fjöldann allan af sameiginlegum stöðlum og viðmiðum, auk samkeppnisreglna, til að vinna gegn öðrum óbeinni viðskiptahindrunum."
"Mjög stór hluti íslensks útflutnings er seldur til ESB-landanna og hlutfall innflutnings þaðan er jafnvel enn hærri."
"Öllum umsóknarríkjum er í grundvallaratriðum gert að yfirtaka allt hið svokallaða acquis communautaire [það sem þegar hefur áunnist sameiginlega innan sambandsins] til að geta fengið inngöngu í ESB." Það gæti einmitt verið hikstinn.
En nú einblína svo margir á þátttöku í efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) en til þess þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði...
Á Norðurlöndum eru það aðeins Finnar sem hafa tekið upp evruna. Verðlagið er það hátt í Finnlandi að þeir lögðu niður eyrinn og tvíeyringinn.
"Þróun heimsviðskipta, tækni, umhverfismála og fleiri atriði gera ríki heims æ háðari hverju öðru. Hnattvæðingin á þátt í að breyta efnahagslífi, öryggismálum, umhverfismálum, félagslegum hlutföllum og menningarlegum sérkennum út um allan heim. ... Evrópusambandið, eins og það lítur út nú á dögum, má segja að sé svæðisbundið svar við hnattvæðingunni."
Heimild:
Auðunn Arnórsson, Espen Barth Eide, Dag Harald Cales, Hanne Ulrichsen og Asle Toje : Ísland og Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða "svissnesk lausn"? Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands / Norsk Utenrikspolitisk Institutt, 2003.
Til Evrópu með VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2009 kl. 13:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.