Að kjósa með krítarkorti

Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögð sendinefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) við skilríkjum landsmanna.

Íslendingar eiga ekki lengur innanlandsskírteini önnur en myndskreytt krítarkort, ökuskírteini eða þá gömul nafnskírteini... krítarkortið er ekki gefið út af ríkinu og getur því vart kallast skilríki með réttu.

Alltaf hálf undarlegt að landsmenn skuli almennt kjósa með krítarkorti... næstum táknrænt.

Vegabréfin eru fyrir ferðir utanlands og ekki ætluð til brúks innanlands en þau duga þó sem persónuskilríki við kosningar.

Það hafa komið upp dæmi um eldra fólk sem á hvorki nafnskírteini, krítarkort eða ökuskírteini og hefur aldrei farið til útlanda og á því ekki vegabréf... Hvað gera menn þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband