Niðurdregin

Það er svo ákaflega leitt hvernig pólitíkin talar niður til íslenskrar náttúru... og okkar.

Nú er þing rofið og framtíðin óviss... en ósk um að þing endurspegli loks vonir þjóðar um betra þjóðfélag... Réttlæti ? Samhljóm milli þings og þjóðar ? Kannski er framtíðin einfaldlega í okkar höndum...

Mátturinn er atkvæðið sem ekki verður keypt með fagurgala eða annarri skrumskælingu...

Ég kíkti á vefsíður og nokkur blogg í leit að einhverri hughreystingu. Sá bréf til tíðarandans á Smugunni og hið óvænta hjá Þjóðarsálinni (kíkið á slóðina, sú skoska, Susan Boyle, er meiriháttar, algjör dúlla).

Fyrir tíu árum síðan söng Susan inn á plötu sem gefin var út í þúsund eintökum til styrktar góðgerðarstarfsemi : Cry me a river.

Susan hefur vakið mikla hrifningu um allan heim og talar Reuters 17. apríl sl. um 20 milljónir sem hafa hlustað á hana á netinu. Hreinasta upplifun. Konan er gull og gersemi. 

Susan syngur aftur í þættinum 23. maí nk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband