14.4.2009 | 08:35
Einkennilegt
Ætlunin er, ef ég skil rétt, að leggja í gífurlegan kostnað við lagningu sæstrengs frá Bandaríkjunum og byggja flæmistór geymsluhús fyrir gagnaver á bráðlifandi jarðskjálfta- og eldgosasvæði... eitthvað ekki í lagi?
Samkvæmt fréttinni kostar hvert starf 1 MW, þ.e 50 störf 50 MW, 200-300 störf 300 MW... og hvar ætla refirnir að kreista þau út úr íslenskri náttúru? Er þetta til viðbótar við allt það orkufrekasta sem þeim dettur í hug að troða inn á okkur?
Eitt hljómar þó kunnuglega enda gatslitið í meðförum álverssinna: "muni skipta Íslendinga gríðarmiklu máli við uppbyggingu atvinnulífsins og sköpun nýrra starfa". Þetta er ameríska setningin sem á að selja dæmið. Stjórnmálamenn elska að fara með þennan boðskap og það hefur frést að þeir hér á Íslandi gleypi hana hrátt. Hér sé allt hægt að kaupa og spillingin gríðarleg.
Stór viðskiptavinur í hendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.