Taktu mengun í nös ! það er til góðs fyrir loftslagskerfi heimsins...

Hagsmunir orkufyrirtækja og erlendra álfyrirtækja eru lykilorðin varðandi íslensk loftslagsmál... fremur en heilbrigt umhverfi og heilsa Íslendinga sjálfra. Hafa svokallaðir umhverfissjúkdómar verið kannaðir á Íslandi? Hagsmunir Íslendinga hljóta að vera góð heilsa, eða hvað?

Telst hið svokallaða íslenska ákvæði sem "heimilar útstreymi allt að 1,6 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundinni CO2 að meðaltali á ári" heilsusamlegt fyrir Íslendinga?

Hverjir eru annars í umhverfisnefnd ? Nefndarmenn eru níu, tveir úr Samfylkingu, þrír sjálfstæðismenn, einn frá frjálslyndum, einn frá Framsókn, einn utanflokka og einn vinstri grænn. Uppskriftin er pólitískt púsluspil sem hefur lítið með umhverfið að gera. Formenn og varaformenn nefnda er síðan valdaspil sem endurspeglar yfirleitt munstur ríkisstjórnar. Ekkert af þessu hefur neitt með málefnið að gera.

Fimm undirrita álit meirihluta nefndarinnar og tekið er fram að þingmaður frjálslyndra hafi verið fjarverandi. Það er Kristinn H., utanflokka á þingi, sem kemur Framsókn og Sjálfstæðisflokknum til hjálpar. Hann er sá 5.

Tvær undirrita álit nefndarmeirihlutans sem ekki eru í umhverfisnefndinni samkvæmt alþingisvefnum, Helga Sigrún Harðar (F) og Ólöf Nordal (S). Ef þær eru varamenn fyrir Eygló Harðar (F) og Jón Gunn (S) ætti það að standa á vefnum öðrum til upplýsingar... þingið er jú ekki prívatpartí valdablokka, eða hvað?

Seta Ólafar Nordal er fremur óheppileg því hennar eiginmaður er forstjóri Alcoa ... sem gæti hugsanlega gert þingstörf hennar í loftslags- og álversmálum tortryggileg... og auðlindaákvæði nýrrar stjórnarskrár er væntanlega ekki vinsælt á þeim bæ... Ef hún kallar Helguvík ! Helguvík ! í kór með hinum, þá er það í mesta sakleysi. Helguvík er jú Century Aluminum dæmi og Alcoa þar hvergi nærri, ekki satt? ...kannski annars staðar...  en þegar hún er svo allt í einu komin í umhverfisnefnd sem ályktar um íslenska á(l)kvæðið í loftlagsmálum... en það er satt, hún er ekki ein.

Enn á nefndarálit minnihluta umhverfisnefndar eftir að koma fram. 

Þar sem þetta er þingsályktunartillaga er aðeins síðari umræða eftir.


mbl.is Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband