Fyrirséð hjá freku fyrirtæki

... sem mér er ekki hlýtt til ... Gjörnýtingarstefnan í þágu stóriðju er móðgun við land vort.
mbl.is Tap Landsvirkjunar 345 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Fyrir mér er þetta eitt stórt samsæri. Það er tiltölulega auðvelt að reikna veltuna og aldrei kemur hún vel út. Á árinu 2008 sáum við hæstu verð sem hefur þekkst í Álsölu eða 3300$ á hvert selt tonn og samt tapaði LV tugum milljarða. Þannig að við getum rétt svo ímyndað okkur hverskonar tölur koma út fyrir 2009. Þetta mál á að rannsaka sem hvern annan glæp.

Andrés Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Hlédís

Hvað ætli Landsvirkjun greiði Flokknum í verndar-gjald á kosningaárum, fyrst Neyðarlínan borgar 300 þús.?

Hlédís, 22.3.2009 kl. 22:55

3 identicon

Landsvirkjun er engin tilviljun...

"Árið 1965 hófst þriðji kaflinn í raforkusögu Íslands, tími stórvirkjana og orkuvinnslu til stóriðju, og stendur hann enn yfir. Orkuvinnsla jókst nú hraðar en dæmi höfðu verið um áður. Í upphafi tímabilsins var stofnað opinbert fyrirtæki, Landsvirkjun, til að reisa og reka þessar virkjanir. (...) Landsvirkjun var, auk orku til stóriðju, ætlað að vinna og selja raforku í heildsölu til almenningveitna.

Upphaf þessa máls má rekja aftur til ársins 1952 en þá keypti ríkissjóður vatnsréttindin í Þjórsá af Títanfélaginu. Upp úr því var farið að skoða málin nánar, meðal annars að hugsanlegum stórum orkukaupendum. Árið 1961 skipaði ríkisstjórnin Stóriðjunefnd undir forystu Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra. Hún kannaði stöðu mála og gerði að lokum samning við alþjóðlega fyrirtækið Alusuisse. Var hann á þá leið að Alusuisse reisti álver við Straumsvík en Landsvirkjun skyldi sjá því fyrir orku, 105 MW.

Búrfellsvirkjun var gangsett árið 1969. Árið 1972 var afl hennar (...) 210 MW. Síðan hefur það verið aukið í 270 MW. Eftir það hafa bæst við eftirtaldar fimm stórvirkjanir: Sigölduvirkjun, 150 MW, í Tungnaá 1977, Hrauneyjafossvirkjun, 210 MW, í Tungnaá 1981, Blönduvirkjun, 150 MW, í Blöndu 1991, Sultartangavirkjun, 120 MW, á mótum Þjórsár og Tungnaár 1999, Vatnsfellsvirkjun, 90 MW, við Þórisvatn 2001. (...) Þær voru allar reistar í tengslum við stóriðju, annaðhvort ný iðjuver eða verulega stækkun þeirra sem fyrir voru..."

Útdráttur úr Vatnsaflsvirkjanir á Íslandi eftir Helga M. Sigurðsson. Reykjavík, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen - VST, 2002.

Já, það væri forvitnilegt að vita hverjir hafa stutt stjórnarflokka síðan 1991... og fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokks forstjóri... Landsvirkjun hefur alltaf vaðið í peningum... okkar... og hefur hagað sér eins og ríki í ríkinu... stuðningsaðili annarra ríkisfyrirtækja... (?!)...

Græna loppan (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband