19.3.2009 | 06:49
Allsherjarverkfall og mótmćlagöngur um allt Frakkland
Hér eru allir á leiđ í mótmćlagöngu í dag, opinberir starfsmenn sem einkageirinn. Ríkisútvarpiđ spilar endalaust músík ţví öll dagskrá fellur niđur sem fyrr vegna verkfalls. Allir skólar lamast enda veist sérstaklega ađ ţeim af hálfu yfirvalda, samgöngur o.s.frv. Ţađ er auđvelt ađ elska Frakka út af lífinu á mótmćladögum. Vor er í lofti og útlit fyrir sól á mótmćladaginn međ ţó fremur kaldan skugga enn.
Yfirvöld tóku upp á ţví ađ hóta ađ breyta í engu en ţađ hefur sjaldan orkađ letjandi á rétt borgara í Frakklandi til ađ tjá sig međ krafti - nema síđur sé ; virkar frekar sem olía á eldinn sem kraumar illilega. Mótmćlin verđa sífellt hávćrari og mótmćlagöngurnar stćrri. Pólitík virkar ekki án međbyrs frá fólkinu í landinu, svo einfalt er ţađ.
Viđ vorum út á torgi í gćr, ţ.e. kennarar og nemendur málaskorar, međ upplestur á nokkrum ţeirra fimmtán tungumála sem kennd eru viđ skólann og hljómuđu stórskáldin á frummálinu og í ţýđingu fyrir gesti og gangandi allan eftirmiđdaginn, s.s. William Shakespeare, Dante Alighieri, Steinn Steinarr og Alexandr Púshkín. :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:52 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.