9.3.2009 | 19:46
Áfram Kolbrún !
Íslendingar eru stundum undarlegir. Þeir tala fjálglega um sjálfstæði þegar Evrópusambandið ber á góma en þegar álfyrirtæki, sem eru 100% í eigu erlendra álrisa, vilja vaða hér uppi gleymist sjálfstæðið um leið og Íslendingar jarma í kór og biðja á hnjánum um meira, alþingi vor líka! Meiri hneisan.
Verkfræðistofu/orku/ál/mafían er sterk á Íslandi og er áróður þeirra þungur gegn alvöru umhverfisráðherrum. Þetta lagðist á Þórunni og nú sömuleiðis af miklum þunga á Kolbrúnu. Meirihluti þings undir forystu okkar versta umhverfisráðherra ever, Sivjar, vill af miklum ákafa leyfa álfyrirtækjum að menga meira hjá okkur með alheimsmengun sem afsökun. Meiri vitleysan.
Eru vinstri grænir ekki lengur umhverfissinnar?
Keik og stolt í sjötta sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg ljóst að það reynir á flokkinn við úrslit sem þessi - en Kolbrún var sem betur fer aldrei ein í sínum flokki eins og manni sýndist Þórunn meira og minna vera í Samfylkingunni. Því ætla ég nú að leyfa mér að taka undir með Kolbrúnu og túlka úrslitin ekki þannig að vinstri græn séu ekki lengur umhverfissinnar. En við þurfum að veita gott aðhald, það er alveg ljóst.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.3.2009 kl. 20:19
Af hverju ættu VG að vera hætt að vera umhverfissinnar?
Sverrir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:19
Þakka þér fyrir. Vona að þú hafir rétt fyrir þér með vinstri græna. Sammála með aðhaldið. Umhverfissinnar hafa mikil og mörg verkefni varðandi aðhald í þessum málaflokki en síst bjóst ég við að þess þyrfti við þegar VG á í hlut...
Græna loppan (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.