8.3.2009 | 21:48
Mikil óánægja með menntastefnu franskra stjórnvalda
Ekkert lát er á mótmælum í frönskum skólum. Sérstaklega er þrengt að háskólum og verða mótmælin sífellt fjölbreyttari : kennslan færist út úr háskólum út í þjóðfélagið með fyrirlestrum og öðrum uppákomum á torgum víðs vegar í borgum landsins. Latínan á leikhústorginu, sagnfræðin á lýðveldistorginu o.s.frv. Grasflatir við háskólabyggingar breytast í kirkjugarða þar sem grafskriftir minna á rangar áherslur stjórnvalda í menntamálum.
Síðastliðinn fimmtudag var enn gengið gegn stefnu menntayfirvalda í háskólamálum og þá sigu t.d. tveir niður kastalamúrinn í Caen með mótmælaborða sem var fastnegldur í allra augsýn : http://picasaweb.google.fr/Jacques.Tranier/Manifestation50309_leCortege#5310436226370383474
Ég fyrir mitt leyti get ekki annað en dáðst að frönsku mótorhjólalöggunum sem á sínum gæðahjólum (BMW) verja mótmælendur fyrir umferð af mikilli leikni, með því að stýra eða stöðva umferð eftir því sem við á, meðan mótmælagöngur kennara og nemenda þræða sig um strætin.
Næstkomandi miðvikudag 11. mars loka flestir ef ekki allir skólar í Frakklandi, allt frá leikskólum til háskóla, og mótmælt verður um allt land.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Samgöngur | Breytt 10.3.2009 kl. 16:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.