Styrking suðvesturlínanna í boði hvers?

Nokkuð er augljóst að í styrkingu suðvesturlína, eða raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi skal "á Suðvesturlandi" lesast "til Helguvíkur". Margar athugasemdanna (pdf-skjal) miða að því að fá framkvæmdaraðila til að segja sannleikann, sem djúpt er á. Ekki verður séð að framkvæmdaraðili svari þar t.d. athugasemdum Landverndar.

Skal almenningur enn á ný þurfa að styrkja álfyrirtækið með þessum framkvæmdum að styrkingu suðvesturlína? Til viðbótar sé því boðið skattaafsláttur, rafmagnsafsláttur, umhverfisspjöll á landi vor og hvaðeina, allt á kostnað eða í boði almennings í landinu samkvæmt ákvörðun pólitíkusa, án þess að sá sami almenningur hafi nokkuð um það að segja, sem fyrr. Skiptimyntin sem veifað er sem þungt ryk í augu fólks og enn frekar í skjóli krísutíma, störfin, sem verða þjóðarbúinu ansi dýr...

En einn sjónvarpsspyrillinn sagði jú á krísudögum (6. október 2008): "Já, það er sem sagt alveg innstæða fyrir því að það eru miklar náttúruauðlindir hérna í landinu og það verður vafalítið minni mótstaða fyrir því að virkja þær með einum eða öðrum hætti."

Þetta sagði sjónvarpsspyrillinn eftir að pólitíkus/blaðamaður, sem býður sig nú fram... í Suðvesturkjördæmi, hafði beinlínis sagt: "Ég held til dæmis að það eigi að afnema lög um umhverfismat þannig að það sé hægt að taka ákvörðun um að ráðast í stórvirkjanir og álver..."

Atvikið á alþingi 13. október 2008 var einnig lýsandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband