27.2.2009 | 18:42
Sameiginlegt mat - álver, jarðgufuvirkjanir og háspennulínur
Alcoa, Þeistareykir ehf., Landsvirkjun og Landsnet hf., kynna sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í Norðurþingi, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi.
Samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra frá 31. júlí 2008 eru framkvæmdirnar háðar sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum, í samræmi við 2. mgr. 5. greinar í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Matsvinnan er hafin og frá 20. febrúar má nálgast drög að tillögu að matsáætlun á heimasíðum Alcoa, Þeistareykja ehf., Landsvirkjunar, Landsnets hf. og Mannvits hf.
Frestur til að gera athugasemdir er til föstudagsins 6. mars 2009.
Sömuleiðis Drög að tillögu að matsáætlun vegna Kröfluvirkjunar II
"Landsvirkjun hafði áður lagt fram tillögu að matsáætlun Kröfluvirkjunar II, sem var dregin til baka þann 6. nóvember 2008."
Frestur til að gera athugasemdir er til föstudagsins 6. mars 2009.
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 28.2.2009 kl. 09:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.