Fimmtudagur til fjár

Það vakti mikinn titring þegar frumvarpið fékkst ekki afgreitt úr nefnd einmitt þegar von var á sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en Höskuldur vildi fylgja sannfæringu sinni og bíða eftir skýrslunni frá Evrópusambandinu enda stutt í hana. Það virðist hafa verið hið skynsamlegasta og útkoman er að frumvarpið verður væntanlega afgreitt á morgun öllum til mikils léttis.

Það er stundum erfitt að treysta stjórnmálamönnum og ekki alltaf ljóst hver hvatinn er í raun í stjórnmálaheimi klækjanna og sérhagsmuna en þetta virðist allt hafa verið hið heiðarlegasta.

"Úr 24. gr. seðlabankalaganna sem samþykkt voru í dag 33/18 (fjarvist með leyfi 3, fjarstaddir 9) :

 ... Ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógna fjármálakerfinu skal hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til. Peningastefnunefnd getur þó ákveðið að skýra ekki frá ákvörðunum um viðskipti á gjaldeyrismarkaði skv. 18. gr.
    Peningastefnunefnd skal gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári. Skal efni skýrslunnar rætt á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar, fjárlaganefndar og viðskiptanefndar."

Seðlabanki Íslands (skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd) eða Lög um breytingar á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.

Bráðabirgðaákvæði II varðar Davíð og Eirík :

"Við gildistöku laga þessara er bankastjórn Seðlabanka Íslands lögð niður og þar með embætti þriggja bankastjóra sem sæti eiga í stjórninni, þ.m.t. embætti formanns bankastjórnar."


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband