21.2.2009 | 19:16
Til hamingju Þóra Kristín !
Frábært og fullkomlega verðskuldað. Ég á mér mörg uppáhaldsfréttaskot og eru þau ekki endilega þau sömu og valin eru (af blaðinu?) en það er synd að hafa ekki aðgang að þeim öllum. Tilvalið kennsluefni í íslensku og menningu á umrótatímum.
Fréttaskotin eru kærkomin nýjung sem hefur bætt umfjöllun á fjölmiðlum almennt og fært hana út meðal fólks og um leið einokar þekkt fólk ekki lengur allar fréttir. Fréttaskotin tilheyra þó netheimum og ná þar með ekki til þeirra sem eru utan þeirra, því miður.
Greinarnar um hitamál síðustu tíma, virkjanir, eftir Önund Pál og RAX eru meiriháttar og vel til fundið að gefa aðgang að fegurðinni á netinu.
Ég hef því miður ekki séð eða heyrt umfjallanir SME en til hamingju!
Þóra Kristín blaðamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | Breytt 22.2.2009 kl. 07:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.