14.2.2009 | 08:35
Fréttaskot Þóru Kristínar eðall
Það hefur líklega enginn náð að taka púlsinn á umrótinu í íslensku þjóðfélagi betur en Þóra Kristín. Hún tekur viðtöl af heiðarleika, alúð og virðingu. Vinnubrögð hennar eru hrein snilld. Klár kona. Ekki sakar að myndataka (Magnús Bergmann) og klipping (Sighvatur Ómar Kristinsson, Daníel Sigurður Eðvaldsson) eru með miklum ágætum. Einstök samvinna.
Einkunnarorð Ragnheiðar Ólafsdóttur eiga vel við, jafnrétti, heiðarleiki, mannréttindi.
Fréttaskotin á mbl sjónvarp eru þónokkur í uppáhaldi hjá mér, þar á meðal þetta og þetta.
Sjá: Ómetanleg fréttaskot
Það væri vel til fundið að koma með sýnishorn af umfjöllun tilnefndra.
Umfjöllun: Ragnar Axelsson (RAX) og Önundur Páll Ragnarsson, Morgunblaðið, Hvar á að virkja? birtist á annarri bloggsíðu.
Frábær grein: Gunnar Hersveinn Hlutverk fjölmiðla á óvissutímum (Morgunblaðið), sem birtist einnig í netheimum á annarri bloggsíðu.
Tilnefningar til blaðamannaverðlauna birtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2009 kl. 00:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.