25.1.2009 | 11:26
Ja hérna
Það er ekkert þingræði á Íslandi. Það ætti prófessorinn að vita. Ekki nóg með það að stjórnarflokkarnir gegni formennsku og varaformennsku í öllum nefndum þingsins heldur eru stjórnarfrumvörp afgreidd í löngum bunum og þingmannamál ná sjaldan fram. Þess utan er þingmeirihluti slíkur, 43 af 63, að í krafti hans hefur "afbrigðum" verið beitt endurtekið, þ.e. stjórnarandstaðan fær ekki að fylgjast almennilega með. Flokksræðið er þess utan þvílíkt að þingmenn virðast greiða atkvæði eftir flokksákvörðun en ekki eftir eigin sannfæringu. Samviskan er horfin. Alþingi er þar af leiðandi beinlínis afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins. Þetta er hreinasti skandall. Þegar kúgun þingminnihlutans er slík getur stjórnarandstaðan ekki veitt það AÐHALD sem nauðsynlegt er lýðræðinu.
Í öðru lagi þurfa fjölmiðlar að veita valdstjórninni AÐHALD. Þessu hlutverki hafa fjölmiðlar illa gegnt í nær þrjá áratugi. Þeir hafa verið iðnir við að færa þjóðinni fagnaðarerindi framkvæmdarvaldsins án tilhlýðandi gagnrýni eða rannsókna á þeirri hlið sem framkvæmdarvaldið kýs einhverra hluta vegna að sýna ekki og það er hættulegt lýðræði. Fjölmiðlar eru sem betur fer farnir að vakna upp af værum svefni. Hættan er nú hins vegar að fjölmiðlar hrökkvi úr stjórnargírnum gamla yfir í flokksgír fyrir kosningar...
Í þriðja lagi hafa stofnanir ríkisins ekki staðið sig sem skyldi enda hafa langvarandi vinaráðningar vanað þær.
Það á síðan ekki að klæða skrifstofulöggur upp í óeirðabúning eins og mér heyrist að hafi verið gert og það vegna þess einfaldlega að löggan er undirmönnuð. Kynnin eru stutt milli löggu og mótmælenda en eftir nokkurn hiksta hefur farið ágætlega á með þeim. Línurnar eru farnar að skerpast enda mótmæli tjáning mikilvæg lýðræðinu en ekki afbrot.
Jafnvel sérfræðingur í afbrotafræði þarf að kynna sér hlutina aðeins betur. Sjá vinsamlegast t.d. hér Helgi.
Rof milli þings og þjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr!
Alfreð Símonarson, 25.1.2009 kl. 14:12
... "nær þrjá áratugi" átti nú að vera "nær tvo áratugi"... afsakið!
Græna loppan (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.