Æi Björn láttu ekki svona

Í fyrsta lagi var þriðjudagurinn 20. janúar ekki sá 19... Síðan er löggan ekki verkfæri dómsmálaráðherra, hún vinnur vinnu sína og fólk mótmælir stjórnarháttum valdstjórnarinnar ef því sýnist svo enda er það þeirra réttur. Þetta veit löggan greinilega betur en ráðherrann. Löggan er undirmönnuð og það er óásættanlegt að ráðherrann fari með slíkan hræðsluáróður. Það er ekki ráðherrans að egna til átaka. Löggan er ekkert frekar ráðherrans en mótmælenda. Löggan er starfstétt þjóðarinnar sem og sjálfur ráðherra, sem er þjónn þjóðarinnar en ekki öfugt. Undarleg þessi frásögn mbl.is af bloggi ráðherrans.


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Þorkelsson

Talandi um að láta ekki svona... 20 eða 19, algjörlega aðalatriðið.

 Vona svo sannarlega að þér finnist það ekki smá mál að þingmenn þessa lands fara úr leið sinni til að erfiða lögreglu verkefni sitt og þar með valdi meiri hættu fyrir lögreglu og skjólstæðinga hennar eins og lýtur út fyrir að þingmenn VG hafi gert.

Svo ekki sé talað um ummæli þeirr við og um lögregluna.

Daði Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 01:52

2 identicon

20. janúar er heimsfrægur dagur, þann dag tók Obama nefnilega við embætti... Varla hægt að gleyma þeim degi!

Hvert er hlutverk lögreglu þessa lands?

Græna loppan (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 02:29

3 Smámynd: Daði Þorkelsson

Lögreglulög nr.90/1996

I. kafli. Hlutverk lögreglu o.fl.
1. gr. Hlutverk.
1. Ríkið heldur uppi starfsemi lögreglu.
2. Hlutverk lögreglu er:
   a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
   b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins

Nánar: http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/1996090.html

Daði Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 11:54

4 identicon

Flott Daði, takk. Björn er í kosningabaráttu úr ráðherrastól og veitist að einum stjórnmálaflokki. Hvert er hlutverk dómsmálaráðherra?

Græna loppan (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:32

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef þetta er rétt, er um vítavert athæfi að ræða. Spurningin er því, hver er tilgangurinn með því að tuða yfir því á einhverju bloggi? Ef þetta er ekki bara undirbeltispólitík hjá Bangsa, ætti hann að gera eitthvað í málinu strax. En þetta er bara pólitík og allt í plati, eða leyndó eins og hann er svo hrifinn af.

Villi Asgeirsson, 25.1.2009 kl. 19:43

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er nefnilega BRÁÐNAUÐSYNLEGT fyrir Björn Bjarnason, íhaldið og Sjálfslæðisfokkið að egna til ofbeldis og óeirða. Það er win/win staða fyrir þá - Ef löggan lúskrar á liðinu og vinnur verður nokkrum mótmælendum færra og með hjálp Moggans og RÚV segja þeir frá aðdragandanum eins og þeir vilja, en ef mótmælendur vinna gengu þeir fram eins og villimenn og enginn vill vera með villimönnum.

Það eru engar líkur á öðru en að þegar fólk sér að ríkisstjórnin ætlar að sitja eða/og ekki að opna fyrir stjórnlagaþing þar sem flokksræðið og leiðtogatilbeiðslan verður aflögð, þá verði uppþot. Og þá verður Björn Bjarnason klár með óeirðabílinn og nýju kúgunartólin sem hann var að panta frá Bandaríkjunum 21. janúar.

Þetta er kannski smá vel smurð bölsýn, en alveg pottþétt hinn blauti draumur Bjarnar í Bóli Fjallkonunnar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 04:17

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Daði - Við vitum hlutverk lögreglunnar. Því í helvítinu brást hún þá ekki við þegar sjálfstæðisflokkurinn gerði Ísland gjaldþrota og greiddi fyrir fjármálaglæpum? Ertu fylgjandi þeim? Eða gerirðu þér enga grein fyrir hvernig á að koma í veg fyrir þá í framtíðinni?

Ég hélt ekki.

Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband