24.1.2009 | 14:59
Veruleikafirrtur forsætisráðherra
Tvær síðustu málsgreinirnar, ef rétt er haft eftir manninum, segja margt um firringu og einangrun forsætisráðherrans. Hvílíkur óhróður um heiðarlegt fólk. Hvernig vogar hann sér að fara svona rangt með? Hann blandar hér öllu saman í eina köku og kastar leðjunni síðan á nafngreindan rithöfund. Þar launar hann illa tillitssemina í gær. Margt höfum við þurft að þola en þetta er þvílík lágkúra. Hvernig er hægt að treysta slíkum manni? Er maðurinn hræddur við þjóðina?
Eða finnst ykkur það sem kemur fram í þessum tveimur málsgreinum í lagi ?
"Þá talaði Geir um mótmælin, sem voru við Alþingishúsið og Stjórnarráðið í vikunni og sagðist vona að flest fólk nái áttum í því sem er að gerast og sjái, að atburðir sem þessir séu ólíðandi fyrir alla þá sem vilja standa vörð um grunnstofnanir lýðveldisins.
Sagðist Geir hafa upplifað það það sjálfur, að þekktur rithöfundur, Hallgrímur Helgason, hafi veist að bíl sínum og barið ítrekað með hnefanum í bílrúðuna, afmyndaður af heift. Þá hefðu sést myndir af því í sjónvarpinu að maður með hamar reyndi að mölva rúðurnar á stjórnarráðinu. Einnig var veist að Alþingi og lögreglan grýtt."
Geir með fullt starfsþrek | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Veruleikafirrtur ??
Er það veruleikafirring að visna höndin hallgrímur Helgason skuli ráðast að bíl ráðherrans og berja á honum - er veruleikafirringin ekki frekar hjá þér og visnuðu höndinni? hanna það eru til myndir af þessum atburðum - og "tillitssemi" ha - hanna - þér getur ekki verið alvara. Forystumenn flokksins voru að nýta aðstöðu í húsi sem flokkurinn á og gátu það illa vegna þess djöfulgagngs sem átti sér stað utandyra. Vilt þú svona djöfulgang við þitt heimili?? Valhöll er heimili Sjálfstæðisflokksins.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 08:06
Mótmæli eru nauðsynleg Ólafur. Heimilisófriðurinn á að ná til Valhallar líka. Þjóðin má trufla Flokkinn. Þetta ágæta fólk var að reyna að vekja þá til umhugsunar. Til þess þarf skarkala.
Græna loppan (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.