Íslendingar og Norðmenn eiga nána samleið

"Ísland og Noregur eru að mörgu leyti í mjög hliðstæðri stöðu gagnvart ESB, sem aðilar að EES og Schengen og strandríki við N-Atlantshaf sem hafa mikilla hagsmuna að gæta á sjávarútvegssviðinu. Lega þeirra og saga hafa jafnframt mótað "atlantshafssinnaða" utanríkisstefnu beggja." (bls. 3)

Árið 2003 kom út í Noregi og Íslandi úttekt, sem samin var í nánu samstarfi norsku alþjóðamálastofnunarinnar NUPI og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, og ber hún titilinn "Ísland og Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða "svissnesk lausn"? eftir Auðunn Arnórsson, Espen Barth Eide, Dag Harald Claes, Hanne Ulrichsen og Asle Toje. "Íslenska útgáfa aðalúttektarinnar byggir á þeirri norsku, en verulegir hlutar hennar eru frumunnir, enda er aðeins upp að vissu marki hægt að heimfæra aðstæður í Noregi upp á íslenskar aðstæður." segir þar.

Einnig að Norðmenn hafi "mun meiri reynslu á sviði virkrar þátttöku í alþjóðamálum en Íslendingar. Norska stjórnsýslan hafi búið að þeirri reynslu og verið fyrir vikið betur í stakk búin til að glíma við verkefni sem fylgdu EES-samningum."(bls. 61)

LÖGGJÖF ESB OG ÍSLAND

Alþingi hefur ekki "efnisleg áhrif á mótun yfir 80% af löggjöf ESB, sem Ísland er þó skuldbundið til að leiða í lög" vegna aðildar að EES. (bls. 72-3) "Í gegnum EES-samstarfið hafa allt að fjórir fimmtu hlutar löggjafar ESB verið innleiddir í íslenska löggjöf." (bls. 79)

ÚTFLUTNINGUR TIL ESB OG INNFLUTNINGUR ÞAÐAN

"Mjög stór hluti íslensks útflutnings er seldur til ESB-landanna (er nú um 2/3) og hlutfall innflutnings þaðan er jafnvel enn hærri." (bls. 76)

 O.S.FRV.

Sumt hefur úrelst á þeim fimm árum sem liðin eru (s.s. bls. 44: "Aðildin að EES var einn stærsti áfanginn að því að binda enda á haftastefnu og íslenskar sérlausnir í efnahagsmálum, af því taginu sem lengi vel kyntu undir vítahring verðbólgu og efnahagslegs óstöðugleika hérlendis." ho ho sorglega fyndið...) en þar er samt ýmislegt fróðlegt að finna.

Það er auðvitað kostnaður að EES-aðild nákvæmlega eins og það yrði kostnaður að ESB-aðild. Til baka fást alls kyns styrkir...


mbl.is Norðmenn búa sig undir ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband