Komið á fjórða mánuð: Hvenær segja fjórmenningarnir og félagar af sér?

Fimmtán laugardagsmótmæli á Austurvelli og mótmæli fyrir norðan og austan, átta borgarafundir... Hvenær biðja fjórmenningarnir þjóðina afsökunar? Er ekki kominn tími til að þeir segi af sér? Til dæmis á morgun á degi vonarinnar 20. janúar 2009?

Íslenska bankakerfið hefði hrunið án heimskreppunnar (kvöldfréttir Sjónvarps í gær).

Fjórmenningarnir sem hefðu þurft að ríða á vaðið og segja af sér fyrir fjórum mánuðum síðan: Geir H. Haarde forsætisráðherra, Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Félagarnir eru mun fleiri...

Viðskiptaráðherra skipar stjórn Fjármálaeftirlitsins til fjögurra ára, sem svo aftur ræður forstjóra og ákvarðar starfskjör hans. Formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins er Jón Sigurðsson. Einn af þremur stjórnarmönnum FME var skipaður samkvæmt tilnefningu frá Seðlabanka Íslands... Þetta tengist allt saman.


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband