Sjónvarpsandlit - sá sem spyr svarar sér

Það vekur sérstaka athygli hvað taugin er stutt milli fjölmiðlaheimsins og pólitíkur. Ráðherra velja sér fjölmiðlamenn fyrir aðstoðarmenn sem fara síðan væntanlega aftur í umferð þegar ráðherrarnir sæta ábyrgð og segja af sér... Hjá Sjálfstæðisflokknum var borgarstjórastóll Reykjavíkur lengi vel stökkpallurinn yfir í forsætisráðherrastólinn.

Nú stökkva drengirnir fyrst á sjónvarpsskerminn sem spyrjendur stöðvanna og síðan þegar allir fara hálfpartinn að kannast við þá, viti menn þá stökkva þeir yfir í borgina, nú eða landspólitíkina eins og hér. Síðan snýst þetta við og ráðherrar ritstýra beinlínis fjölmiðli enda óþarfi að reiða sig á 20 ára gagnrýnisleysi og hlýðni... við flokkana. Auðvitað hjálpar ættin til hér og þar þegar mikið liggur við í pólitíkinni.

Fjölmiðlamenn hafa síðan ákaflega mikinn áhuga hver á öðrum, taka sig í viðtal og svoddan. Síðan þegar þeir eru báðum megin borðsins er þetta allt orðið sama sængin og þeir elska hvern annan. Því skyldi þjóðin vera að trufla þessa ljúfu ást og minna á sig sem hver önnur boðsflenna í flottasta samkvæmi landsins?

Þessi samruni fjölmiðla og pólitíkur er áhyggjuefni.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband