Hvenær segja Árni, Björgvin og Davíð af sér?

Hvernig gátu tveir ráðherrar, viðskiptaráðherra (Samfylkingar) og fjármálaráðherra (Sjálfstæðisflokks), tekið skóflustungu að enn einni álbræðslu, nú í Helguvík, sem hefur hvorki fengið starfsleyfi né losunarheimildir... sem sætir þess utan stjórnsýslukæru vegna útgáfu byggingarleyfis? Að ekki sé talað um Stjórnarsáttmálann: "Ríkisstjórnin stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins og gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda." 

Eiga útlendu álauðhringirnir (Century Aluminum, Alcoa, Rio Tinto Alcan...) íslenska ráðherra? Það mætti þakka fyrir að heimskreppan bítur auðhringina því þrýstingur frá Framsóknarflokki er mikill (samanber Siv nú áðan á þingi) og orkugeirans sem teygir anga sína af áfergju í stjórnarflokkana.

Haft var eftir viðskiptaráðherra: "Björgvin segir byggingu álversins ekki í andstöðu við stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum [nú?], enda hafi undirbúningur þess verið langt kominn [og?] við síðustu kosningar, aldrei hafi verið ætlunin [nú?] að slíta það ferli úr sambandi." (Mbl. 7. júní, bls. 8). Hvernig tekst umhverfisráðherra að vinna í þessu umhverfi?

Björgvin hefði mátt lesa ályktun flokks síns og blaðamenn mættu að ósekju kynna sér hana því þetta hljómar sem kosningasvik:

"Samfylkingin vill að frekari stjóriðjuáformum verði slegið á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildaráætlun yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð. Tryggð verði friðun Þjórsárvera, Langasjós, Jökulsár á Fjöllum, Skjálfandafljóts, Jökulánna í Skagafirði, Torfajökulssvæðisins, Kerlingarfjalla, Brennisteinsfjalla og Grændals.
Loftslagsváin er nú helsta sameiginlega úrlausnarefni mannkyns. Samfylkingin vill tímasetta metnaðarfulla áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar."
segir í Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar frá 2007.

Fjármálaráðherrar á davíðstímum hafa allir verið úr Sjálfstæðisflokki: Friðrik Sophusson (1991-1999), Geir H. Haarde (1999-2004), Árni M. Mathiesen (2004-2008).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband