9.12.2008 | 12:49
Ómetanleg fréttaskot
Það er bókstaflega ekkert á fjölmiðlunum sem jafnast á við þessi fréttaskot. Reynslubolti í brú og myndataka og klipping með ágætum.
Smáupprifjun.
Þrískipting valdsins í framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald er grundvöllur lýðræðis.
Framkvæmdarvaldið á Íslandi:
- hefur ítök í löggjafarvaldinu : er einrátt á Alþingi með stjórnarfrumvarpaflóði og með formennsku og varaformennsku þings og allra fastanefnda. Formaður allsherjarnefndar viðurkennir (mars 2008) að stjórnarfrumvörp hafi forgang í öllum þingnefndum sem gerir Alþingi beinlínis að afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins.
Það virðist ekki duga því þess utan neytir það sterks þingmeirihluta (2/3) til að ná málum fram með afbrigðum (79. gr. þingskapalaganna), þ.e. í trássi við reglur þingsins og 28. gr. stjórnarskrárinnar kveður á um hægt sé að gefa út bráðabirgðalög í þinghléi EN AÐEINS þegar "brýna nauðsyn ber til".
= Glöggt er gests auga: "Þrátt fyrir ýmis ytri merki er íslenskt þingræði nafnið eitt. Í raun eru flest afgreidd lög frá Alþingi runnin undan rifjum ríkisstjórnar (stjórnarfrumvörp)." Þýðing á útdrætti úr Portrait de l'Islande eftir Jacques Mer. La documentation française 2004, bls. 35.
- hefur ítök í dómsvaldinu : skipun dómara.
- hefur ítök í fjölmiðlum : stjórnargírinn hefur lengi verið áberandi í fréttamiðlum og þeir hafa sjaldnast gegnt hlutverki sínu sem mótvægi við valdið, nú eða upplýsingahlutverki sínu.
= gagnrýnislaust framkvæmdarvald á lítið skylt við lýðræði, er hættulegt sjálfu sér (slæmar ákvarðanir endurtekið) og um leið öllu þjóðfélaginu.
Vilja ríkisstjórnina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Facebook
Athugasemdir
Svo er sagt að ef þessar forsendur bresta þá sé yfirleitt stutt í spillingu og valdníðslu stjórnvalda.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.