Færsluflokkur: Menning og listir

Neib, drífa í þessu

... og ekki koðna niður duftið.
mbl.is Fjármögnun Tónlistarhúss ólokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og hver dagur sé hannaður

Það er hrein unun að heimsækja söngkonuna góðu á þennan hátt. Gesturinn er enda góður. Þóra Kristín er fundvís á gullperlurnar sem hún fægir síðan af stakri alúð.

Ragnhildur Steinunn í Kastljósi er sömuleiðis farin að sækja á og gera góða hluti, sýnist mér.


mbl.is Listin að eldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madeleine Peyroux

... allt í góðu ...

Flott sundlaug

Auðvitað má rífast um kostnað en mikið sýnist mér sundlaugin flott (á myndinni sem hver tók?) og kosturinn við sundlaugar yfirleitt er að þær gagnast ungum sem öldnum. Til hamingju Hafnfirðingar!
mbl.is Minnisvarði óráðsíu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og ímyndir á málþingi í Frakklandi

Við þetta mætti bæta að Vigdís Finnbogadóttir setti einnig ásamt rektor háskólans o.fl. málþing í Caen-háskóla 21. nóvember, sem skipulagt var af norrænudeild háskólans í samráði við Les Boréales, norrænu lista- og bókmenntahátíðina sem haldin hefur verið að hausti til í Caen og um héraðið Neðra Normandí síðastliðin 17 ár.

Til hátíðarinnar, sem síðast var helguð Íslandi árið 1996, var upphaflega blásið árið 1992 til að kynna norrænar bókmenntir í Frakklandi, sem áttu þá sérlega erfitt uppdráttar á frönskum slóðum. Þýðingar úr íslensku dafna orðið vel í Frakklandi og býr afkastamikill og hæfileikaríkur þýðandi við Caen, Éric Boury að nafni. Um franskar þýðingar má lesa á hugsandi.is

Fyrstu sjö árin (1992-1998) var bókmenntahátíðin haldin á vegum norrænudeildarinnar við Caen-háskóla undir stjórn Érics Eydoux sem kenndi við deildina. Hann var menningarfulltrúi Caen-borgar fram að síðustu kosningum en stýrir nú Dior-safninu í Granville http://www.ouest-france.fr/2008/06/14/granville/eric-Eydoux-dirige-la-Villa-Dior—53878657.html. Íslenska hefur verið kennd við norrænudeild Caen-háskóla síðan 1961.

En á málþingið minntist Bergþóra Jónsdóttir í Mogganum 18. nóvember: "Í Háskólanum í Caen Basse-Normandie verður einnig haldið stórt og mikið málþing um Ísland og íslenskar ímyndir sem fræðimenn og háskólakennarar víðsvegar að úr heiminum taka þátt í."

 


mbl.is Ísland heiðursland Les Boréales-listahátíðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miriam Makeba er látin

Það er nokkuð undarlegt að lesa á ruv.is að "Suður-afríska söngkonan Miriam Makeba heldur tónleika á Listahátíð í Reykjavík 20. maí nk." á http://dagskra.ruv.is/ras1/?file=1470 því hún varð bráðkvödd á Ítalíu 10. nóvember sl.

Þegar nánar er að gáð eru þættirnir um söngkonuna eftir þá frábæru dagskrárgerðarkonu Sigríði Stephensen frá 2006 en fyrsti þátturinn af þremur verður endurtekinn mánudaginn 8. desember nk.

Það mætti kannski leiðrétta þetta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband