Beðið eftir breytingartillögu

Það væri nú kannski lágmark að sjálfstæðismenn læsu breytingartillögu meirihlutans sem sérstaklega er gerð fyrir þá. Sjá nánar Frumvarpið.

Síðan vil ég enn minna á nokkur orð úr umsögn Sigurðar Líndal :
"Ef setja á landinu nýja stjórnarskrá tel ég rétt að það sé gert á sérstöku stjórnlagaþingi. Rökin eru einföld. Með stjórnarskrá er verið að setja Alþingi reglur, meðal annars verið að marka valdsvið þess, og því eðlilegt að Alþingi sjálft eigi þar ekki hlut að."

Og hví í ósköpunum velja sjálfstæðismenn maraþon í stað breytingartillögu við frumvarpið? Formaður sérnefndar um stjórnarskrármál hefur boðið þeim að setja málið aftur í nefnd svo samkomulag náist en sjálfstæðismenn vilja ekkert heyra... Þeir vilja síðan umræður, segja þeir, en raða sér svo þétt á mælendaskrá að ekki er pláss fyrir neinn annan... Þetta er farið að líkjast pólitísku sjálfsmorði.


mbl.is Umræðan gæti staðið endalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ég vil svo minna á nokkur orð sem núverandi ráðherrar létu falla síðast þegar xd vildi breyta stjórnarskrá:

Ögmundur Jónasson: „Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga. [...] Það er grundvallaratriði að um stjórnskipan þjóðarinnar ríki stöðugleiki, sátt og festa.“

Össur Skarphéðinsson: „Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og það er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál.“

Kolbrún Halldórsdóttir: „Eins og ég sagði finnst mér þetta vera óðagot og mér þykir það mjög miður því að hér er verið að fjalla um afar víðtækt og mikilvægt mál sem ég held að þjóðin verðskuldi að fái betri umfjöllun um en hér virðist eiga að fást.“

Steingrímur J. Sigfússon: „En ég bara trúi því ekki að menn ætli að bera það á borð að örvæntingin í stjórnarherbúðunum, sem myndaðist á fáeinum sólarhringum fyrir og um flokksþing Framsóknarflokksins, sé gjaldgeng ástæða til þess að standa svona að málum, að umgangast stjórnarskrá og vandasöm viðfangsefni þar með léttúð af þessu tagi. Ég læt segja mér það þrisvar að menn ætli í raun og veru að gangast við því að slíkt sé verjanlegt og réttlætanlegt og fara þá leið allar götur til enda.“

Margrét Elín Arnarsdóttir, 4.4.2009 kl. 12:02

2 identicon

Þakka þér fyrir. Hvers eðlis voru þær breytingar sem boðið var upp á?

Græna loppan (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 12:23

3 identicon

Hér er einmitt verið að leggja til stjórnlagaþing, þar sem hægt verði að ræða stjórnskipunina út í hörgul, svo afstaða ríkisstjórnarinnar stemmir ákaflega vel við þessi gömlu ummæli núverandi ráðherra.

Hins vegar þykir þingmönnum sjálfstæðisflokksins það "algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við" að hlýða sjálfstæðisflokknum, svo nú sé vitnað orðrétt til Illuga Gunnarssonar. Og það er merkileg sjálfsmynd.

Bjarki (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:56

4 identicon

Ummælin sem vitnað er til eru annars ekki svo ýkja gömul.

Mér sýnist þau vera frá í mars 2007 þegar Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, reyndu að koma auðlindaákvæði inn :

"Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda einstaklinga og lögaðila skv. 72. gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum."

Eftir 1. umræðu var málinu vísað til nefndar með atkvæðum allra viðstaddra eða 53 þingmanna (þar á meðal fjórmenninganna) en málið sofnaði þar svefninum langa, eins og svo mörg frumvörp til stjórnskipunarlaga í gegnum tíðina.

Græna loppan (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband